Hoppa yfir valmynd

PFS birtir ákvörðun varðandi arðsemiskröfu GR og lögmæti hlutafjáraukningar sem fram fór í félaginu í desember 2008

Tungumál EN
Heim

PFS birtir ákvörðun varðandi arðsemiskröfu GR og lögmæti hlutafjáraukningar sem fram fór í félaginu í desember 2008

30. desember 2010

 

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 39/2010 varðandi arðsemiskröfu Gagnaveitu Reykjavíkur ehf. (GR) og lögmæti hlutafjáraukningar sem fram fór í félaginu í desember 2008. Niðurstaða PFS var sú að umrædd hlutafjáraukning sem fram fór í GR þann 16. desember 2008 og móðurfélag þess, Orkuveita Reykjavíkur sf., var greiðandi að hafi ekki brotið í bága við 36. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 um fjárhagslegan aðskilnað fjarskiptastarfsemi frá einkaréttarstarfsemi samstæðunnar.

Ennfremur að GR uppfyllti kröfu PFS um eðlilega arðsemiskröfu á eigið fé félagsins sem gera verði til fjarskiptafyrirtækis á samkeppnismarkaði. Til að tryggja að svo yrði áfram er félaginu gert að senda PFS árlega ítarlegar upplýsingar um rekstur og efnahag, ásamt endurskoðaðri viðskiptaáætlun og arðsemiskröfu félagsins í samræmi við nánari fyrirmæli stofnunarinnar þess efnis.  

Sjá ákvörðunina í heild:
Ákvörðun PFS nr. 39/2010 varðandi arðsemiskröfu GR og hlutafjáraukningu í félaginu í desember 2008

Til baka