Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um frumkostnaðargreiningu í fjarskiptanetum Og fjarskipta hf.

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar um frumkostnaðargreiningu í fjarskiptanetum Og fjarskipta hf.

15. júlí 2004

Ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar vegna erindis Landssíma Íslands hf. um frumkostnaðargreiningu í fjarskiptanetum Og fjarskipta hf.

Landssími Íslands krafist þess þann 17. nóvember sl. að Póst- og fjarskiptastofnun  hlutaðist þegar í stað til um að Og Vodafone gerði frumkostnaðargreiningu á  samtengigjöldum sínum. Til vara krafðist Síminn þess að sá munur sem nú er á samtengigjöldum í farsímanetum verði minnkaður verulega.

Samtengigjald er það gjald sem símafyrirtæki tekur fyrir að ljúka símtölum fyrir önnur símafyrirtæki í neti sínu.

Frumkostnaðargreining barst frá Og Vodafone í júní sl. ásamt rökstuðningi fyrir þeim gjöldum sem fyrirtækið tekur fyrir lúkningu símtala í farsímaneti sínu. Póst- og fjarskiptastofnun gerði athugasemdir við frumdrög þessi sem Og Vodafone féllst á.

Það er niðurstaða Póst- og fjarskiptastofnunar að Og Vodafone hafi sýnt fram á að sá sögulegi kostnaðargrunnur, sem gjaldskrá fyrirtækisins er miðuð við geti staðist að teknu tilliti til þeirrar aðferðarfræði sem notuð var við að greina kostnaðinn. Stofnunin gerir þar af leiðandi ekki athugasemdir við núgildandi gjaldskrá fyrirtækisins. Jafnframt áskilur stofnunin sér rétt til þess að endurskoða ákvörðun þessa í kjölfar niðurstöðu markaðsgreiningar sem nú stendur yfir á grundvelli nýrra fjarskiptalaga og leggja á nýjar kvaðir eða ákveða aðrar kostnaðargreiningaraðferðir við mat á samtengigjöldum.

 

 

Til baka