Hoppa yfir valmynd

Samráð um framtíðaráform GSM 1800 MHz tíðnisviðsins

Tungumál EN
Heim

Samráð um framtíðaráform GSM 1800 MHz tíðnisviðsins

29. apríl 2009

Póst - og fjarskiptastofnun (PFS) hefur ákveðið að efna til samráðs hagsmunaaðila vegna eftirfarandi:

Breytingar á markaði og ástandið í þjóðfélaginu um þessar mundir ásamt líkum á hægum bata í fjármálum þjóðarinnar á næstunni er meðal þess sem gerir það að verkum að PFS telur nauðsynlegt að skoða framtíðarskipan á GSM 1800 tíðnisviðinu hér á landi.

PFS hefur borist umsókn frá Nova ehf sem sótt hefur um 2x7,4 MHz tíðnileyfi á GSM 1800 tíðnisviðinu.

PFS hefur ákveðið að bíða með afgreiðslu þessarar fyrirspurnar þar til samráði við markaðsaðila er lokið. Það byggir þó á því að samráðsferlið taki stuttan tíma og er því einungis veittur tveggja vikna frestur til að skila inn umsögnum.

Umsagnarfrestur er til kl 12:00 miðvikudaginn 13. maí 2009.

Senda skal umsagnir í tölvupósti til thorleifur@pfs.is.

Óskað er eftir að vísað verði til númers þeirra neðangreindra liða sem umsagnir eiga við um.

Stofnunin áskilur sér rétt til að birta efni innsendra umsagna.

Samráð um framtíðaráform GSM 1800 MHz tíðnisviðsins (PDF)(Word)

 

 

Til baka