Hoppa yfir valmynd

Frétt frá Samgönguráðuneyti: Fjarskiptasjóður semur við Vodafone um síðari áfanga GSM-verkefnis

Tungumál EN
Heim

Frétt frá Samgönguráðuneyti: Fjarskiptasjóður semur við Vodafone um síðari áfanga GSM-verkefnis

18. desember 2007

Samið hefur verið við Vodafone um að fyrirtækið taki að sér verkefni vegna síðari áfanga á uppbyggingu GSM þjónustu á Íslandi. Snýst það um uppbyggingu á þjónustu á völdum svæðum þar sem markaðslegar forsendur standa ekki undir rekstri slíks kerfis.

Þessi síðari áfangi farsímaverkefnisins varðar styrkingu GSM farsímaþjónustu á stofnvegum og ferðamannasvæðum þar sem GSM þjónusta er takmörkuð í dag. Alls eru þjónustusvæðin í þessum áfanga 32. GSM þjónustan verður bætt á vegum á Vestfjörðum, Norðausturlandi, í Fljótum, víða á Snæfellsnesi, á Bröttubrekku, Dölunum og Suðurstrandarvegi svo dæmi séu tekin. Ferðamannasvæðin eru til dæmis þjóðgarðarnir við Snæfellsjökul og í Jökulsárgljúfrum.

Sjá nánar á vef samgönguráðuneytisins

Til baka