Hoppa yfir valmynd

Hámarksverð ESB til neytenda fyrir farsímanotkun milli landa í Evrópu tekur gildi á Íslandi

Tungumál EN
Heim

Hámarksverð ESB til neytenda fyrir farsímanotkun milli landa í Evrópu tekur gildi á Íslandi

11. janúar 2013

Reglugerð Evrópusambandins um hámarksverð til neytenda á farsímanotkun innan Evrópu hefur tekið gildi á evrópska efnahagssvæðinu öllu og nær nú einnig til viðskiptavina íslenskra farsímafyrirtækja. Skv. ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar skal miða hámarksverðin við opinbert gengi íslensku krónunnar gagnvart evru samkvæmt skráningu Seðlabanka Íslands tveimur, þremur og fjórum mánuðum fyrir daginn sem nýju verðin eiga að öðlast gildi.

Þar sem verðþökin skv. Evrópureglugerðinni miðuðust við 1. júlí 2012 hefur Póst og fjarskiptastofnun mælst til þess við íslensk farsímafyrirtæki að þau miði hámarksverðin við meðaltalsgengi íslensku krónunnar gagnvart evru dagana 1. mars (166,99 kr), 1. apríl (168,73 kr.) og 1. maí (166,35 kr.) 2012. Það meðaltal er 167,36 krónur fyrir hverja evru.

Miðað við þetta gengi ættu verð fyrir farsímanotkun íslenskra neytenda á ferð innan landa á EES svæðinu að vera eftirfarandi:

Að hringjaAð svaraSent SMSMóttaka SMSGagnamagn
60,90 kr. /mín. 16,80 kr. /mín.

18,90 kr. /mín.

frítt 147,02 kr./MB

Þann 1. júlí 2013 og 1. júlí 2014 munu verð í evrum lækka enn frekar skv Evrópureglugerðinni.  Þá mun einnig verða breyting á verðum í íslenskum krónum og mun sú breyting taka mið af meðaltali skráðs gengis krónunnar gagnvart evru miðað við sömu dagsetningar hvort ár.

Evrópureglugerðin var innleidd hér á landi skv. EES samningnum þann 21.des. sl. með birtingu reglugerðar nr. 1174/2012 í Stjórnartíðindum. Þar sem kvaðir skv. reglugerðum miðast almennt við birtingardag þeirra í Stjórnartíðindum mun stofnunin ekki gera athugasemdir þótt farsímafyrirtækin noti skráð gengi íslensku krónunnar gagnvart evru þann 21. desember sl.

Sjá meira um efnið:

Frétt um evrópsku reglugerðina á vef PFS frá 28. ágúst sl.

Reglugerð nr 1174/2012 um alþjóðlegt reiki á almennum farsímanetum innan Evrópska efnahagssvæðisins

Upplýsingar um reikireglugerðina á vef ESB

Fréttatilkynning ESB um samþykkt reikireglugerðarinnar og áhrif hennar frá 28. júní 2012

 

 

Til baka