Hoppa yfir valmynd

Netveitum skylt að upplýsa um erlent niðurhal

Tungumál EN
Heim

Netveitum skylt að upplýsa um erlent niðurhal

14. apríl 2005

Fyrir Alþingi liggur frumvarp samgönguráðherra um breytingar á lögum um fjarskipti.
Lagt er til í frumvarpinu að inn komi ný grein sem er svohljóðandi:
 “Fjarskiptafyrirtæki sem býður internetþjónustu er skylt að gera áskrifendum sínum, þeim að kostnaðarlausu og ef þeir þess óska, sýnilegt hvenær þeir eru að greiða fyrir niðurhal erlendis frá.”

Í skýringu með frumvarpinu segir:
“Ákvæðið kveður á um skyldu fjarskiptafyrirtækja sem veita internetþjónustu að gera sýnilegt fyrir neytandann, ef hann þess óskar, hvenær hann er að greiða fyrir niðurhal erlendis frá.
Samkvæmt gjaldskrá flestra fjarskiptafyrirtækja sem bjóða internetþjónustu er áskrifendum gert að greiða fyrir niðurhal erlendis frá. Að öllu jöfnu ætti ekki að vera vandamál fyrir neytandann að vita hvenær hann er á erlendum síðum og að niðurhal af þeim sé skv. gjaldskrá fyrirtækisins. En nú er svo komið að um 15% af íslenskum heimasíðum eru vistuð erlendis án þess að hinn almenni neytandi geti merkt það sérstaklega. Þar sem neytandinn getur ekki séð hvenær hann er á erlendri síðu, en netþjónustan gjaldfærir hann í flestum tilvikum vegna niðurhals þaðan , þykir rétt að neytandanum sé gert þetta sýnilegt. Hér er fyrst og fremst um neytendavernd að ræða en þegar er til staðar hugbúnaður sem gerir þetta mögulegt.”


 

Til baka