Hoppa yfir valmynd

Netöryggi

Tungumál EN
Heim

Netöryggi

24. janúar 2006

Póst og fjarskiptastofnun hefur opnað nýjan upplýsingavef um tölvu- og netöryggismál, www.netoryggi.is

Samfara síaukinni netumferð hefur margskonar ónæði og misnotkun gagna aukist, s.s. tölvuveirur, amapóstur, njósnahugbúnaður og fleira. Nauðsynlegt er að stemma stigu við þessu með samstilltu átaki stjórnvalda, fyrirtækja og almennings. Alþingi hefur nú þegar samþykkt fjarskiptaáætlun 2005-2010 . Þar kemur fram að öryggi Internetsins verði bætt þannig að almenningur geti treyst á það í viðskiptum og daglegu lífi. Þar er nánar tekið fram að leiðbeiningum verði miðlað til neytenda, svo og fræðsluefni um öryggismál, neytendavernd, persónuvernd og siðferðileg álitaefni sem tengjast sívaxandi notkun upplýsinga- og fjarskiptatækni.

Samgönguráðherra hefur falið Póst- og fjarskiptastofnun  að annast framkvæmd þeirra verkefna sem fram koma í fjarskiptaáætlun. Nýi vefurinn er skref til þess að upplýsa almenning um þau mál er snúa að netnotkun og veita góð ráð en afar mismunandi er hversu vel netþjónustufyrirtækjum tekst til í þessum efnum. Öryggismál þurfa að vera í stöðugri endurskoðun og mun vefurinn breytast í samræmi við þróunina.

 

Til baka