Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um endurúthlutun tíðnar til útvarpssendinga

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd staðfestir ákvörðun PFS um endurúthlutun tíðnar til útvarpssendinga

21. september 2010

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur staðfest ákvörðun PFS nr. 13/2010, er varðaði afnot af tíðninni 100,5 MHz til FM útvarpssendinga. Í málinu var m.a. deilt um heimild PFS til að endurúthluta tíðninni til Concert-KEF (Kaninn) en áður hafði Lýðræðishreyfingin haft umráð yfir tíðninni. Féllst úrskurðarnefnd m.a. á þau rök PFS að tíðniheimild Lýðræðishreyfingarinnar hafi runnið út í samræmi við gildistíma tíðnileyfis og tíðnin þar með laus til endurúthlutunar.

Sjá nánar: Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála í máli nr. 2/2010 (PDF)

 

 

Til baka