Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS í ágreiningsmáli um verðmat á eignarhlut í Hinu íslenska númerafélagi.

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS í ágreiningsmáli um verðmat á eignarhlut í Hinu íslenska númerafélagi.

8. desember 2009

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt ákvörðun sína nr. 21/2009, í ágreiningsmáli á milli SIP ehf. og Símans hf., Og fjarskipta ehf. og Nova ehf. um verðmat á eignarhlut í Hinu íslenska númerafélagi (HÍN).

Málsatvik eru þau að kaupsamningur var undirritaður á milli eigenda HÍN (Síminn, Og fjarskipti og Nova) og SIP ehf. (SIP) um kaup hins síðarnefnda á fjórðungshlut í HÍN.

Höfðu samningsaðilar mismunandi sýn á það hvernig bæri að verðmeta umræddan fjórðungshlut í félaginu. Vildu eigendur félagsins verðleggja hlutinn miðað við hækkun á vísitölu neysluverðs frá því félagið var stofnað 2001. SIP var ekki sammála því, en til að tefja ekki fyrir aðild að félaginu var gengið frá kaupsamningi með þeim fyrirvara að kaupverð gæti breyst að fenginni umsögn frá PFS.

Barst PFS bréf frá HÍN þar sem óskað var eftir umsögn PFS um hvernig bæri að reikna verðmæti hluta í HÍN og í kjölfarið bárust PFS sjónarmið SIP og annarra eiganda HÍN vegna ágreiningsins .

SIP setti einnig fram þá kröfu að PFS endurskoðaði rekstur HÍN og/eða yfirtæki hann.

Í ákvörðunarorðum PFS segir:

Rekstur Hins íslenska númerafélags ehf. (HÍN) og reglur og kjör um aðgang að félaginu eru ekki í andstöðu við ákvæði laga um fjarskipti nr. 81/2003. Ágreiningur er lýtur að verðmati á eignarhlutum í HÍN heyrir ekki undir verkssvið Póst- og fjarskiptastofnunar þar sem valdheimildir skortir.

Aðalkröfu SIP ehf. um að verð fyrir eignarhlut fyrirtækisins, ásamt eignarhluta Nova ehf., lækki um 25% er hafnað.

Þá er varakröfu SIP ehf. um að kaupverð á eignarhlutum SIP ehf. og Nova ehf. standi óhreyft hafnað.    

Sjá ákvörðunina í heild:  Ákvörðun PFS nr. 21/2009 (PDF)

 

 

Til baka