Hoppa yfir valmynd

Fjórir aðilar hafa skráð sig til þátttöku í uppboði PFS vegna 4G tíðniheimilda

Tungumál EN
Heim

Fjórir aðilar hafa skráð sig til þátttöku í uppboði PFS vegna 4G tíðniheimilda

11. janúar 2013

Í dag, 11. janúar 2013, kl. 14:00 rann út frestur til að skila inn beiðnum um þátttöku í uppboði sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) mun halda í febrúar nk. á tíðniheimildum fyrir háhraða farnetsþjónustu, 4G.
Fjórir aðilar skiluðu inn beiðni um þátttöku fyrir tilgreind tímamörk.  Þetta eru 365 Miðlar ehf., Fjarskipti ehf. (Vodafone), Nova ehf. og Síminn hf.

Samkvæmt auglýstum skilmálum hefur stofnunin frest til föstudagsins 25. janúar nk., til að fara yfir þátttökubeiðnirnar með tilliti til þeirra ákvæða sem sett voru fram í uppboðsauglýsingu. Þann dag verður fyrrnefndum aðilum tilkynnt um hvort þeir hljóti rétt til þátttöku í uppboðinu.

Sjálft uppboðið mun fara fram rafrænt á sérstökum uppboðsvef stofnunarinnar og hefst það mánudaginn 11. febrúar kl. 09:00.

 

 

Til baka