Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði: Fyrirhuguð útnefning Símans hf. og Mílu ehf. með skyldu til að veita alþjónustu á starfsvæði sínu

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði: Fyrirhuguð útnefning Símans hf. og Mílu ehf. með skyldu til að veita alþjónustu á starfsvæði sínu

25. nóvember 2011

Póst- og fjarskiptastofnun kallar eftir samráði við hagsmunaaðila vegna fyrirhugaðrar útnefningar Símans hf. og Mílu ehf. með skyldu til að veita alþjónustu á starfsvæði sínu.

Frestur til að senda inn athugasemdir við hina fyrirhuguðu útnefningu er til og með 9. desember n.k. Umsagnir og athugasemdir óskast sendar með tölvupósti á netfangið fridrik(hjá)pfs.is.

Sjá samráðsskjal: Fyrirhuguð ákvörðun PFS um endurútnefningu núverandi alþjónustuveitenda (PDF)

 

 

Til baka