Hoppa yfir valmynd

PFS heimilar Íslandspósti að loka póstafgreiðslustöðum á Flateyri og Bíldudal

Tungumál EN
Heim

PFS heimilar Íslandspósti að loka póstafgreiðslustöðum á Flateyri og Bíldudal

30. október 2012

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt tvær ákvarðanir þar sem stofnunin samþykkir beiðnir Íslandspósts um heimild til að loka póstafgreiðslustöðum.  Um er að ræða annars vegar póstafgreiðslu á Flateyri og hins vegar póstafgreiðslu á Bíldudal.

Er það mat stofnunarinnar að sú þjónusta sem Íslandspóstur hyggst bjóða íbúum þessara bæjarfélaga í staðinn fullnægi gæðakröfum laga um póstþjónustu nr. 19/2002, sem og þeim skyldum sem hvíla á fyrirtækinu sem alþjónustuveitanda.

Sjá ákvarðanirnar í heild:

 

Til baka