Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS varðandi kostnaðargreiningu fyrir bitastraumsaðgang

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS varðandi kostnaðargreiningu fyrir bitastraumsaðgang

19. maí 2010

Póst og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 11/2010 um trúnað tiltekinna upplýsinga við birtingu á ákvörðun nr. 7/2010.
Með ákvörðun PFS nr. 7/2010 varðandi kostnaðargreiningu fyrir bitastraumsaðgang (markaður 12) reis upp ágreiningur við Símann um það hvaða upplýsingar í ákvörðuninni skyldu njóta trúnaðar. Leiddi fyrrnefndur ágreiningur til ákvörðunartöku af hálfu Póst- og fjarskiptastofnunar sbr. ákvörðun PFS nr. 11/2010. Taldi Póst- og fjarskiptastofnun að þær takmarkanir á birtingu upplýsinga í ákvörðun nr. 7/2010 sem Síminn gerði kröfu um, umfram það sem stofnunin lagði til, gengi lengra en undanþáguheimildir leyfðu skv. 2. mgr. 9. gr. laga um Póst- og fjarskiptastofnun nr. 69/2003, sbr. og 5. gr. upplýsingalaga nr. 50/1996.
Niðurstaða ákvörðunar nr. 11/2010 var því sú að ákvörðun nr. 7/2010 verði birt með þeim takmörkunum sem er að finna í útgáfu ákvörðunarinnar sem er að finna hér að neðan.
Sjá má ákvarðanir nr. 7/2010 og nr. 11/2010 í heild hér fyrir neðan:

 

 

Til baka