Hoppa yfir valmynd

Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópu með nýtt umboð og víðara starfssvið

Tungumál EN
Heim

Net- og upplýsingaöryggisstofnun Evrópu með nýtt umboð og víðara starfssvið

27. júní 2013

Frá árinu 2004 hefur verið starfandi öryggisstofnun Evrópusambandsins á sviði net- og upplýsingaöryggis, ENISA (European Network and Information Security Agency). Íslendingar hafa áheyrnaraðild að stofnuninni í gegn um EES samninginn og hafa frá upphafi tekið þátt í starfi hennar með ýmsum hætti, m.a. með þátttöku í æfingum varðandi viðbrögð við netárásum. T.d. tók netöryggissveit Póst- og fjarskiptastofnunar, CERT-ÍS,  þátt í samevrópskri æfingu á viðbrögðum við netárásum sem skipulögð var af ENISA á síðasta ári.

Þann 19. júní sl. tók gildi ný reglugerð ESB um ENISA og hefur stofnunin fengið nýtt starfsumboð til næstu 7 ára, eða til ársins 2020.  Í reglugerðinni er starfssvið stofnunarinnar einnig víkkað talsvert út frá því sem verið hefur. M.a. fær hún ríkara hlutverk í baráttunni gegn netglæpum með auknu samstarfi við netglæpamiðstöð Europol. Einnig mun stofnunin koma með virkari hætti að stefnumörkun og regluverki Evrópusambandsins varðandi netöryggi.

Sjá nánar í fréttatilkynningu á vef ENISA

 

 

Til baka