Hoppa yfir valmynd

Namibíumaður í starfsþjálfun hjá PFS

Tungumál EN
Heim

Namibíumaður í starfsþjálfun hjá PFS

4. nóvember 2005


Á dögunum var ungur NamibíumaðurJusty Moses,  í starfsþjálfun hjá Póst- og fjarskiptastofnun. Hann var að læra skoðun svokallaðra GMDSS tækja (Global Maritime Distress and Safety System), en þau eru hluti af neyðar- og öryggisbúnaði skipa. Justy er lærður skipstjórnarmaður og starfar sem kennari við stýrimannaskólann í Namibíu. Hann hefur dvalið hér á landi á vegum Þróunarsamvinnustofnunar Íslands og kynnt sér öryggismál í fjarskiptum skipa.

Eitt af mörgum verkefnum PFS samkvæmt lögum er að skoða fjarskiptatæki í skipum og bátum og stuðla þannig að öryggi sjófaranda. Tveir starfsmenn sinna jafnan þessu verkefni og skoða árlega fjarskiptabúnaði í flestum skráðum skipum í landinu sem eru yfir 24 metra löng. Þá skoða þeir oft búnað í erlendum skipum.

Á myndinni eru frá vinstri: Óskar Sæmundsson yfirskoðunarmaður, Justy Moes kennari og Jósef Kristjánsson skoðunarmaður.

Til baka