Hoppa yfir valmynd

PFS afturkallar tíðniheimild IceCell fyrir GSM 1800 farsímanet

Tungumál EN
Heim

PFS afturkallar tíðniheimild IceCell fyrir GSM 1800 farsímanet

18. mars 2010

Póst- og fjarskiptastofnun hefur með ákvörðun sinni nr. 5/2010 þann 11. mars 2010, afturkallað tíðniheimild farsímafyrirtækisins IceCell fyrir GSM 1800 farsímanet, dags. 27. júní 2007.  Tíðniheimildin er afturkölluð vegna vanefnda fyrirtækisins á að standa við skilmála heimildarinnar, sem kvað á um uppbyggingu farsímanets í áföngum fyrir tiltekin tímamörk. Um rökstuðning fyrir afturkölluninni vísast til ákvörðunarinnar sjálfar sem nálgast má hér fyrir neðan.

Ákvörðun PFS nr. 5/2010 Afturköllun á tíðniheimild IceCell ehf. fyrir GSM 1800 farsímanet (PDF)

 

Til baka