Hoppa yfir valmynd

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála fellir úr gildi hluta af alþjónustukvöðum sem PFS hafði lagt á Já upplýsingaveitur ehf.

Tungumál EN
Heim

Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála fellir úr gildi hluta af alþjónustukvöðum sem PFS hafði lagt á Já upplýsingaveitur ehf.

21. nóvember 2011

Með úrskurði sínum nr. 4/2011 frá 17. nóvember 2011 hefur úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála fellt úr gildi 4. tölulið í þeim alþjónustukvöðum sem Póst- og fjarskiptastofnun lagði Já upplýsingaveitur ehf. með ákvörðun PFS nr. 22/2011 þess efnis að fyrirtækinu væri skylt að veita aðgang að gagnagrunni símanúmera á kostnaðarverði að viðbættri hæfilegri álagningu. Taldi úrskurðarnefnd að ákvæði fjarskiptalaga hefðu ekki að geyma nógu skýra og ótvíræða lagastoð fyrir svo íþyngjandi ákvörðun.

Úrskurður úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála nr. 4/2011 (PDF)

 

 

Til baka