Hoppa yfir valmynd

Netsvar.is - hjálparvefur fyrir almenning um örugga netnotkun opnaður

Tungumál EN
Heim

Netsvar.is - hjálparvefur fyrir almenning um örugga netnotkun opnaður

22. nóvember 2007

Nýr hjálparvefur fyrir almenning um örugga netnotkun, www.netsvar.is var opnaður á blaðamannafundi sem haldinn var í Póst- og fjarskiptastofnun í dag.

Vefurinn er samstarfsverkefni SAFT verkefnisins hjá Heimili og skóla, Póst- og fjarskiptastofnunar og Barnaheilla .  Með honum er komið öflugt hjálpartæki fyrir almenning til að leita svara og spyrja spurninga um hvaðeina sem tengist öryggi á Netinu og mun vefurinn þannig stuðla að ánægjulegri og gagnlegri netnotkun allrar fjölskyldunnar.

Í nýrri könnun sem Capacent gerði fyrir samstarfsaðila vefsins töldu rúm 74% allra aðspurðra  mjög eða frekar mikla þörf fyrir vefsíðu þar sem á einum stað er hægt að leita sér ráðgjafar um tæknileg,uppeldisleg og lögfræðileg málefni tengd netnotkun.

www.netsvar.is er efnisflokkaður vefur með spurningum og svörum um hvaðeina sem sem snýr að því að gera netnotkun örugga, ánægjulega og gagnlega.  Vefurinn verður lifandi vettvangur þar sem almenningi gefst kostur á að senda inn fyrirspurnir um hvaðeina sem tengist öryggi í netnotkun og fá svör frá sérfræðingum.

Við þetta tækifæri kynntu þau Hrafnkell V. Gíslason forstjóri PFS, María Kristín Gylfadóttir formaður Heimilis og skóla og Petrína Ásgeirsdóttir framkvæmdastjóri Barnaheilla vefinn og samstarf þessara aðila til að efla almenna vitund um öryggi í netnotkun.

Tvö ungmenni úr Lækjarskóla í Hafnarfirði, þau Birgitta Björg Jónsdóttir og Alexander Arason afhjúpuðu vefinn.

Vefurinn netsvar.is var opnaður 22. nóv. 2007

 

Til baka