Hoppa yfir valmynd

Almennt samráð um nýja evrópska reglugerð um alþjóðlegt reiki

Tungumál EN
Heim

Almennt samráð um nýja evrópska reglugerð um alþjóðlegt reiki

3. júní 2009

Ný reglugerð um alþjóðlegt reiki tekur gildi innan ESB þann 1. júlí nk. Reglugerðin mun einnig taka gildi á EES svæðinu, eftir að hún hefur verið innleidd þar. Auk þess að tiltaka ný og lægri hámarksverð fyrir farsímaþjónustu erlendis, þá tiltekur hún einnig hámarksverð á gagnaþjónustu, þ.e. SMS, MMS og á gagnateningum. Þá eru í reglugerðinni viðamiklar kröfur um aukið gegnsæi við notkun farþjónustu milli landa og um neytendavernd. Í þessu sambandi má m.a. benda á:

- Ýmiss ákvæði er varða notkunarskilmála.
- Upplýsingar sem senda skal til reikinotenda um verð á tal- og gagnaþjónustu.
- Möguleiki á að takmarka heildarkostnað og/eða heildargagnamagn.
- Hámarks tímabil fyrir gjaldtöku (30/1).
- Ýmsir þættir er snerta heildsölu.
- Reglur um gengisútreikninga.
- Undanþágur frá reglugerðinni.

Í hjálögðum drögum samtaka evrópskra fjarskiptaeftirlitsstofnana (ERG) er að finna leiðbeiningar um það með hvaða hætti þau telja að vinna beri að innleiðingu reglugerðarinnar.

Sjá drög ERG (PDF)

Aðilar hérlendis komi athugasemdum sínum við drögin til ERG fyrir 17.  júní 2009.Athugasemdir sendist með tölvupósti til ERG.

Sjá einnig upplýsingar á vefsíðu ERG: http://www.erg.eu.int/documents/cons/index_en.htm

 


 

 

Til baka