Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á markaði 7

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA vegna markaðsgreiningar á markaði 7

14. júní 2010

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) drög að ákvörðun um útnefningu fyrirtækja með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumörkuðum fyrir lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markaður 7).

PFS hefur komist að þeirri niðurstöðu að Síminn hf. sé með umtalsverðan markaðsstyrk á mörkuðum fyrir lúkningu símtala í GSM/UMTS og NMT farsímanet sín og hyggst útnefna félagið með umtalsverðan markaðsstyrk á þeim.

PFS hefur einnig komist að þeirri niðurstöðu að Og fjarskipti ehf. (Vodafone), Nova ehf. og IMC Ísland ehf. séu með umtalsverðan markaðsstyrk á mörkuðum fyrir lúkningu símtala í GSM/UMTS farsímanet sín.

Drög að ákvörðun á markaði 7 voru send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. ESA og aðrar eftirlitsstofnanir EES hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun um viðkomandi markað nema fram komi óskir hjá ESA um að draga ákvörðunardrögin til baka.

Sjá nánar hér á vefnum

 

Til baka