Hoppa yfir valmynd

Ný verðskrá Íslandspósts innan einkaréttar, nýir viðskipta- og afsláttarskilmálar

Tungumál EN
Heim

Ný verðskrá Íslandspósts innan einkaréttar, nýir viðskipta- og afsláttarskilmálar

24. maí 2012

Póst- og fjarskiptastofnun hefur birt ákvörðun sína nr. 16/2012 þar sem samþykkt er ný verðskrá Íslandspósts innan einkaréttar. Auk þess hefur stofnunin yfirfarið forsendur Íslandspósts að því er varðar afsláttarfyrirkomulag fyrir svokallaðan magnpóst. Þessu tengdu er lagt fyrir Íslandspóst að gera tilteknar breytingar á viðskiptaskilmálum félagsins vegna umræddra breytinga.

Markmið breytinganna á uppbyggingu verðskrár Íslandspósts er að tengja betur saman, en verið hefur hingað til, kostnað Íslandspósts af einstökum þjónustuleiðum. Samhliða því sem þjónustuframboð er aukið.

Helstu breytingar á verðskrá Íslandspósts og viðskiptaskilmálum eru þær að verðskrá fyrir almenn bréf (A þjónusta, dreifing daginn eftir) fer úr 97 kr. í kr. 120. Hins vegar á almenningur nú kost á að kaupa svokallaða B þjónustu sem felur í sér dreifingu innan 3ja daga frá póstlagningu, en gjaldið fyrir slíka þjónustu mun verða 103 kr. Fyrirkomulag af þessu tagi, þ.e. að hægt er að kaupa mismunandi þjónustustig, hefur verið við lýði í flestum nágrannalöndum okkar um nokkurt skeið.

Verðskrá fyrir magnpóstsaðila hefur einnig tekið nokkrum breytingum frá því sem nú er. Sett eru 2 grunnverð eftir því hvaða þjónusta keypt er hverju sinni, þ.e. A þjónusta eða B þjónusta. Grunnverð fyrir A þjónustu verður 88 kr. og fyrir B þjónustu 71 kr. Þessu til viðbótar fá magnpóstsaðilar afslætti í samræmi við afhent magn í hvert sinn og á grundvelli heildarviðskipta yfir ákveðið viðmiðunartímabil.

Breytingarnar í heild fela í sér um 8% hækkun á gjaldskrá innan einkaréttar miðað við vegið meðaltal.

Gert er ráð fyrir að hin nýja verðskrá sem og skilmálar henni tengdir taki gildi 1. júlí 2012.

Ný verðskrá Íslandspósts (linkur)

 

Ákvörðun PFS nr. 16/2012

Viðauki A, samráðsskjal PFS, dags. 9. desember 2011

Viðauki B, svör við athugasemdum hagsmunaaðila

Viðauki C, yfirferð PFS á útreikningum Íslandspósts á grunnverðum í gjaldskrá innan einkaréttar

Viðauki D, svör við athugasemdum vegna skilmálabreytinga

Nýir Viðskiptaskilmálar

 

Til baka