Hoppa yfir valmynd

Ný útgáfa Reiknivélar PFS um fjarskiptakostnað fyrir neytendur

Tungumál EN
Heim

Ný útgáfa Reiknivélar PFS um fjarskiptakostnað fyrir neytendur

8. nóvember 2011

Ný útgáfa Reiknivélar PFS er komin á Netið.  Reiknivélin (www.reiknivél.is ) er verkfæri fyrir neytendur til að bera saman verð á þjónustuleiðum fjarskiptafyrirtækjanna fyrir síma og netþjónustu. Tilgangur hennar er að aðstoða fólk við að gera sér grein fyrir hvaða þjónustuleiðir henta þeim miðað við ákveðna notkun fyrir síma og netþjónustu.

Með þessari nýju útgáfu nær Reiknivél PFS til allrar algengrar fjarskiptanotkunar heimila og einstaklinga.

Nýjungar eru í meginatriðum þrjár:

 1. Nettengingar.
  Áður voru eingöngu ADSL tengingar í reiknivélinni sem voru í boði alls staðar á landinu þar sem reiknað var með gagnamagni frá 1 GB upp í 40 GB.
  Nú bætast við tengingar um ljósleiðara og VDSL og hægt er að reikna með gagnamagni frá 1 GB upp í 150 GB.  Einungis gagnamagn sem sótt er erlendis frá er mælt, enda er ekki greitt fyrir innlent niðurhal eða það sem sent er í fastlínuáskriftum.
 2. 3G Netlyklar
  Reiknivélin miðast við gagnamagn frá 1 GB upp í 30 GB.  Þetta nær utan um þær áskriftir sem eru í boði á markaðnum. Hér er reiknað með öllu notuðu gagnamagni, innlendu og erlendu, sóttu og sendu. Þessar áskriftarleiðir eru fyrir USB netlykla, spjaldtölvur og annan svipaðan búnað.
 3. 3G Netið í símann
  Reiknivélin miðast við gagnamagn frá 100 MB upp í 6000 MB.  Þjónustuleiðir og áskriftir fyrir gagnamagn í símtæki miða við mun minni notkun en þegar um er að ræða sérstök tæki sem tengjast 3G, svo sem spjaldtölvur.

Sjá www.reiknivél.is

Sjá einnig spurningar og svör um Reiknivél PFS hér á vefnum

Til baka