Hoppa yfir valmynd

Samráð - Verðsamanburður og aðlögunartími fyrir lækkun lúkningaverðs vegna símtala í GSM farsímanet Símans og Og fjarskipta

Tungumál EN
Heim

Samráð - Verðsamanburður og aðlögunartími fyrir lækkun lúkningaverðs vegna símtala í GSM farsímanet Símans og Og fjarskipta

30. janúar 2006

Með bréfi, dags. 8. júlí 2005, lagði Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) frumdrög greiningar að heildsölumarkaði um lúkningu símtala í einstökum farsímanetum (markað 16) fram til samráðs og bauð fjarskiptafyrirtækjum og öðrum sem áhuga höfðu á að gera athugasemdir við þau. Í frumdrögunum kemur fram að með heimild í 32. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 hyggst PFS ákveða lúkningaverð fyrir símtöl í GSM farsímaneti Símans og Og fjarskipta með samanburði við verð sem tíðkast á sambærilegum mörkuðum.

PFS hefur nú útbúið skjal þar sem gert er grein fyrir þeirri aðferðafræði sem stofnunin hyggst styðjast við við ákvörðun á lúkningaverði fyrir símtöl í GSM farsímaneti Símans og Og fjarskipta og aðlögunartíma fyrir lækkun verðsins. Skjalið er nú lagt fram til samráðs og PFS býður fjarskiptafyrirtækjum og öðrum sem áhuga hafa á að gera athugasemdir við það, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Skjalið er að finna á heimasíðu PFS www.pfs.is. Athugasemdum ber að skila til PFS eigi síðar en mánudaginn 20. febrúar nk.

Þegar athugasemdir hafa borist mun PFS endurskoða skjalið með hliðsjón af þeim og síðan verður skjalið sent til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) með greiningu að markaði 16 og svörum PFS við þeim athugasemdum sem bárust við frumdrög greiningar að markaði 16,  sbr. 1. mgr. 7. gr. laga nr. 69/2003. Geri ESA ekki athugasemdir við markaðsgreiningu og niðurstöður PFS verður ákvörðun birt hlutaðeigandi fyrirtækjum.

Verðsamanburður og aðlögunartími fyrir lækkun lúkningaverðs vegna símtala í GSM farsímanet Símans og Og fjarskipta ( PDF) 

Til baka