Hoppa yfir valmynd

Grænbók um fjarskipti - styttist í lokafrest til umsagna

Tungumál EN
Heim

Grænbók um fjarskipti - styttist í lokafrest til umsagna

6. ágúst 2021

Grænbók um fjarskipti, þar sem metin er staða málaflokksins og lagður grundvöllur fyrir endurskoðaða stefnumótun í fjarskiptum til fimmtán ára, hefur verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Allir hafa tækifæri til að senda inn umsögn eða ábendingar um grænbókina en frestur til að skila umsögn er til og með 11. ágúst 2021.

Á vef stjórnarráðsins kemur fram að Grænbókinni sé ætlað að veita upplýsingar um núverandi stöðu fjarskiptamála. Stöðumat grænbókarinnar byggi m.a. á stöðu verkefna í núgildandi fjarskiptaáætlun, samráðsfundum með landshlutasamtökum, sem og samráðsfundum með öðrum ráðuneytum og samstarfsaðilum. Með grænbókinni er almenningi og haghöfum boðið að taka þátt og setja fram sín sjónarmið um stöðumatið.

En hvað nákvæmlega er Grænbók um fjarskipti? í samráðsgáttinni er þeirri spurningu svarað þannig:

"Grænbók um fjarskipti er hluti af stefnumótunarferli fjarskiptaáætlunar. Viðfangsefni grænbókar er að hvetja til umræðu um stöðumat, viðfangsefni og framtíðarsýn á sviði fjarskipta, og á þeim grundvelli móta áherslur og valkosti. Stöðumatið er í framhaldi lagt til grundvallar stefnumótunar í málaflokknum".

Eins og áður segir þá rennur frestur til að senda inn ábendingar eða umsagnir úr þann 11. ágúst og Fjarskiptastofa hvetur alla sem hafa áhuga á málaflokknum að renna yfir drög Grænbókarinnar og koma með athugasemdir eða ábendingar ef þurfa þykir.

 

Til baka