Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun birtir ákvörðun PFS nr. 10/2021, Gjaldskrá Íslandspóst fyrir pakka innanlands innan alþjónustu.

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun birtir ákvörðun PFS nr. 10/2021, Gjaldskrá Íslandspóst fyrir pakka innanlands innan alþjónustu.

30. júní 2021

""

Í ákvörðuninni er m.a. komist að þeirri niðurstöðu að núgildandi gjaldskrá fyrir pakka innan alþjónustu sé í samræmi við 2., sbr. 3. mgr. 17. gr. laga nr. 98/2019.

Með stoð í 7. mgr. 17. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019 gerir Póst- og fjarskiptastofnun hins vegar þær kröfur:

  • Að Íslandspóstur ohf. endurskoði skiptingu og úthlutun kostnaðar í kostnaðarlíkani félagsins og skal endurmatinu vera lokið fyrir 1. september 2021.

Jafnframt fer stofnunin fram á þær breytingar sem eru nauðsynlegar á pakka gjaldskrá félagsins vegna breytinga Alþingis á 2. mgr. 17. gr. laga um póstþjónustu, sbr. 4. gr. laga nr. 76/2021 verði lokið sem fyrst. Vísar PFS í því samandi m.a. til kostnaðar ríkisins af alþjónustu, nefndarálit þingsins þar sem fjallað er um afleiðingar af fyrri lagasetningu og orðalags 13. gr. laga nr. 76/2021.  

Ákvörðun PFS nr. 10/2021, Gjaldskrá Íslandspóst fyrir pakka innanlands innan alþjónustu.

Til baka