Hoppa yfir valmynd

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir aðstöðuleigu (hýsingu)

Tungumál EN
Heim

PFS kallar eftir samráði um endurskoðun gjaldskrár Mílu fyrir aðstöðuleigu (hýsingu)

29. júní 2021


Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur lokið við yfirferð á kostnaðargreiningu Mílu ehf. á heildsölugjaldskrá fyrir aðstöðuleigu í húsum og möstrum sem og gjaldskrá fyrir rafmagnsnotkun í aðstöðu Mílu. PFS kallar eftir samráði um niðurstöðu kostnaðargreiningarinnar.

Stofnunin hyggst samþykkja kostnaðargreiningu Mílu ehf. Útreikningar á kostnaði vegna leigu á aðstöðu í húsum og möstrum er í samræmi við ákvarðanir PFS nr. 41/2010 og nr. 11/2014 varðandi kostnaðargreiningu Mílu á verðskrá fyrir aðstöðuleigu. 

Í heild er reiknað með að leigutekjur Mílu vegna húsa og mastra muni hækka um 13% miðað við tekjur samkvæmt núverandi gjaldskrá.

Í meðfylgjandi drögum er forsendum og aðferðum við greiningu á kostnaði lýst nánar. Í viðauka I er lýsing á því hvernig vegið meðaltal fjármagnskostnaðar er ákvarðað og í viðauka II er síðan fyrirhuguð gjaldskrá Mílu birt i heild sinni.

Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir vegna þeirra draga sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. Þegar PFS hefur metið framkomnar athugasemdir og gert þær breytingar á frumdrögunum sem stofnunin telur nauðsynlegar mun PFS senda drögin til ESA til samráðs áður en endanleg ákvörðun verður tekin.

Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 20. júlí nk. Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir (netfang: hulda(hjá)pfs.is).

Drög að ákvörðun PFS
Viðauki I - WACC fyrir árið 2018
Viðauki II - Gjaldskrá 

Til baka