Hoppa yfir valmynd

Yfirlit yfir lagaákvæði um samstarf um uppbyggingu fjarskiptainnviða og samnýtingu þeirra

Tungumál EN
Heim

Yfirlit yfir lagaákvæði um samstarf um uppbyggingu fjarskiptainnviða og samnýtingu þeirra

27. apríl 2021

Hagkvæm uppbygging næstu kynslóða háhraðaneta er nú orðin ein meginstoðin í nýju fjarskiptaregluverki Evrópusambandsins. Frumvarp til nýrra fjarskiptalaga til innleiðingar á regluverkinu liggur nú fyrir Alþingi. Nútímavætt tæknisamfélag reiðir sig á trausta og öfluga fjarskiptainnviði. 

Ljóst er að það felst meiri áskorun í því að byggja upp háhraðanet í strjálbýli eða svæðum utan byggða sem ætla verður að liggi í sumum tilvikum utan markaðssvæða. Til að gera slíka uppbyggingu hagkvæma og jafnvel raunhæfa þarf að virkja samtakamátt aðila sem starfa á fjarskiptamarkaði og opinberra aðila, þ.e. sveitarfélög, stjórnvöld  og stofnanir og fyrirtæki á þeirra vegum. Slíkt samstarf þarf þó að eiga sér stað innan skýrs lagaramma og sæta viðeigandi eftirliti þar til bærra eftirlitsstjórnvalda. Nýtt fjarskiptaregluverk hefur að geyma ýmiss lagaleg úrræði sem fjarskiptafyrirtæki geta nýtt sér til að koma upp gagnkvæmu samstarfi þeirra á milli. Önnur úrræði eru hins vegar á forræði stjórnvalda að beita með því að leggja kvaðir á markaðsaðila um samnýtingu á fjarskiptainnviðum eða samstarf í uppbyggingarframkvæmdum.

PFS hefur tekið saman yfirlit yfir ákvæði þessa nýja fjarskiptaregluverks sem fjalla um uppbygginu fjarskiptainnviða og samnýtingu þeirra. Tekið skal fram að sum ákvæðin hafa enn ekki öðlast gildi, en önnur hafa nýlega tekið gildi í tengslum við aðrar lagabreytingar.

Yfirlit 

Til baka