Hoppa yfir valmynd

Netöryggiskeppni Íslands 2021 hafin

Tungumál EN
Heim

Netöryggiskeppni Íslands 2021 hafin

2. febrúar 2021

cyber security

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið í samvinnu við Menntamálastofnun og öryggisfyrirtækið Syndis standa nú á bakvið forkeppni fyrir Netöryggiskeppni Íslands. Keppnin er öllum opin og stendur hún frá 1. febrúar til 15. febrúar.

Þeir sem eru efstir á stigatöflunni öðlast þátttökurétt í landskeppni Netöryggiskeppni Íslands sem fram fer í mars á þessu ári. Efstu keppendur þeirrar keppni geta svo öðlast þátttökurétt í landsliði Íslands sem mun taka þátt í Netöryggiskeppni Evrópu (ESCS) sem haldin er af Netöryggisstofnun Evrópu (ENISA) í Prag í September 2021.

Skilyrði fyrir þátttöku í þeirri keppni er að vera fæddur á árunum 1996-2007.

Keppnin fer þannig fram að þátttakendur skrá sig til leiks og leysa þrautir sem tengjast villum eða óöruggum tölvukerfum.

Þrautir sem þessar eru öflug og skemmtileg aðferð til að kynna forrita og aðra sem vinna við rekstur tölvukerfa fyrir algengum villum og hvernig óværur eins og vírusar eða spillikóði geta nýtt sér slíkar villur til að brjóta inn á tölvukerfi.

Mikil vitundarvakning hefur orðið í netöryggismálum á síðustu árum og hafa sífellt fleiri stofnanir, tæknifyrirtæki og háskólar staðið á bakvið keppnum sem þessari.

Netöryggissveitin CERT-IS óskar öllum keppendum góðs gengis og hvetur alla sem hafa áhuga á öryggi tölvukerfa að skrá sig til leiks og bendir á að þær keppnir og þjónustu sem Syndis hefur staðið á bakvið í þessum málaflokki hafa fengið lof víðsvegar um heiminn fyrir að vera einstaklega skemmtilegar.

Skráning er opin öllum á eftirfarandi vefsíðu: https://10an.is

 
 

Til baka