Hoppa yfir valmynd

Neytendakönnun á fjarskiptamarkaði

Tungumál EN
Heim

Neytendakönnun á fjarskiptamarkaði

27. október 2020

Póst- og fjarskiptastofnun hefur látið framkvæma neytendakönnun um ýmis atriði er varða þjónustu yfir fastlínutengingar. Könnunin var gerð um mánaðamótin september/október. 

Athygli vekur hve hátt hlutfall heimila kaupir nettengingu og aðra fjarskiptaþjónustu sem veitt er yfir fastlínu í ýmis konar pakkalausnum. Fastlínusími er þar með talinn, en um helmingur heimila eru enn með áskrift að þeirri þjónustu skv. niðurstöðu könnunarinnar. 

Sömuleiðis greiðir mikill meirihluti heimila, eða nærri 70%, fyrir áskrift af sjónvarps- og/eða myndstreymisþjónustu sem notuð er um fastlínutengingu heimilisins. Af þeim heimilum sem áskrift hafa að slíkri þjónustu er afar hátt hlutfall, eða yfir 80% af þeim, með þjónustuna sem hluta af pakkalausn. Af erlendri myndstreymisþjónustu er Netflix vinsælust en Disney+ og Viaplay koma þær næst en standa Netflix þó töluvert að baki. 

Neytendur virðast almennt sáttir við gæði tenginga sinna og telja þær uppfylla þarfir sínar til internetþjónustu. Notkun samfélagsmiðla og mynd- og tónlistarstreymisveitna er mikil og síðan kemur ekki á óvart að myndsímtöl og fjarvinna eru einnig umtalsvert notuð. 

Niðurstöður könnunarinnar í heild sinni.

Nánari upplýsingar gefur Guðmann B. Birgisson, sérfræðingur á greiningardeild PFS, netfang: gudmann(hjá)pfs.is

Til baka