Hoppa yfir valmynd

Niðurstöður úr samráði um samstarf og samnýtingu fjarskiptainnviða með sérstaka áherslu á uppbyggingu 5G

Tungumál EN
Heim

Niðurstöður úr samráði um samstarf og samnýtingu fjarskiptainnviða með sérstaka áherslu á uppbyggingu 5G

18. júní 2020

Í september 2019 efndi Póst- og fjarskiptastofnun til samráðs um samstarf og samnýtingu fjarskiptainnviða með sérstaka áherslu á uppbyggingu 5G. 

Eitt af meginmarkmiðum nýs fjarskiptaregluverks Evrópu, er að stuðla að uppbyggingu  háhraðaneta og útbreiðslu þjónustu. Slíkt markmið er ekki síst til komið til að greiða fyrir hraðri og hagkvæmri uppbyggingu 5G kerfa í Evrópu sem verður grunnstoðin fyrir það sem hefur verið nefnt fjórða iðnbyltingin og internet hlutanna (IoT). Sú tækni mun óhjákvæmilega kalla á umtalsverðar fjárfestingar bæði í farnetum og ljósleiðaranetum á komandi árum. 

Til að ná markmiðum stjórnvalda og regluverksins um að nýta tæknina til hins ýtrasta gæti þurft að koma til sameiginlegs átaks markaðsaðila og hins opinbera.   

Markmið samráðsins var að vekja athygli hagsmunaaðila á þeim tækifærum sem felast í samstarfs- og samnýtingarmöguleikum skv. gildandi lögum og skv. hinu nýju fjarskiptaregluverki og fá umsagnir og svör við mörgum af þeim spurningum sem hafa þarf í huga vegna þeirrar uppbyggingar sem við stöndum frammi fyrir í náinni framtíð.  

Niðurstöður samráðsins liggja nú fyrir og eru birtar ásamt umsögnum hagsmunaaðila. Helstu niðurstöður samráðsins eru m.a. þær að markaðsaðilar telja að almennt sé tilefni til að skoða samstarf og samnýtingu nánar með það að markmiði að hagkvæm uppbygging 5G geti raungerst. Móta þarf 5G umræðuna í heild og aðgerðir til skemmri og lengri tíma.  

Nauðsynlegt er að taka til skoðunar fyrirkomulag lagnaleiða fjarskiptalagna um opinber mannvirki, og þá sérstaklega samgöngumannvirki, með það að markmiði að auka samstarf og samnýtingu.  
 

Niðurstöður úr samráði um samstarf og samnýtingu með sérstaka áherslu á uppbyggingu 5G 

Aukaskjöl:

Samráðsskjal GR.pdf

Samráðsskjal Míla.pdf

Samráðsskjal Neyðarlína.pdf

Samráðsskjal Nova.pdf

Samráðsskjal Síminn.pdf

Samráðsskjal Sýn.pdf

Samráðsskjal Vegagerðin.pdf

Til baka