Hoppa yfir valmynd

Skil á milli markaða varðandi leigulínur Mílu til sendastaða

Tungumál EN
Heim

Skil á milli markaða varðandi leigulínur Mílu til sendastaða

10. júní 2020

Með ákvörðun PFS nr. 5/2020, dags. 29. maí sl., leysti PFS úr ágreiningi sem uppi hafði verið milli Mílu ehf. (Míla) og Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS) um skil á milli leigulínumarkaða að því er varðar tengingar til farsímasendastaða. 

Samkvæmt ákvörðunum PFS nr. 8/2014 og nr. 21/2015 skiptist leigulínumarkaður í tvo markaði, þ.e. lúkningarhluta (eða aðgangshluta) annars vegar og stofnlínuhluta hins vegar. Það varð niðurstaða PFS í máli því sem hér er til umfjöllunar að tengingar sem þjónustuveitendur sem starfrækja fjarskiptanet leigja af Mílu frá símstöðvum/hnútpunktum í stofnlínukerfi Mílu að farsímasendum teljast til lúkningarhluta leigulína, ef slíkir staðir marka endapunkt í fjarskiptakerfi Mílu, þ.e. ef Míla starfrækir ekki fjarskiptasambönd þaðan, um símstöð/hnútpunkt, yfir á annan fjarskiptastað eða aðra fjarskiptastaði þar sem símstöð/hnútpunktur Mílu er staðsettur. Slíkir sendastaðir geta bæði verið innanbæjar, t.d. á þökum fjölbýlishúsa, eða í dreifbýli, t.d. uppi á fjallstoppi eða hól.

Stofnleigulínukerfi Mílu samanstendur hins vegar af tengingum milli símstöðva/hnútpunkta félagsins, þ.e. um er að ræða flutningsgeta sem seld er öðrum fjarskiptafyrirtækjum til að tengja saman net þeirra og dreifingarstaði. 

Að lokum komst PFS að þeirri niðurstöðu að hugtakið „notandi“ í ofangreindum ákvörðunum eigi við um aðgangsbeiðendur, þ.e. önnur fjarskiptafyrirtæki, en ekki endanotendur, þar sem hér er um að ræða heildsölumarkað en ekki smásölumarkað.     

Ákvörðun PFS nr. 5/2020 Skil á milli markaða varðandi leigulínur Mílu til sendastaða

Til baka