Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir tvö ný störf - Umsóknarfrestur er til 4. júní.

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun auglýsir tvö ný störf - Umsóknarfrestur er til 4. júní.

26. maí 2020

PFS auglýsir eftir starfsfólki í 2 nýjar stöður, í netöryggissveit PFS
og í lögfræðideild stofnunarinnar. 

Annars vegar er um að ræða stöðu sérfræðings í netöryggissveit PFS.

Netöryggissveitin hefur það hlutverk að fyrirbyggja, draga úr og bregðast við hættu vegna netárása eða hliðstæðra öryggisatvika í þeim tölvukerfum sem falla undir starfssvið hennar. Sveitin leitast við að greina atvik af þessu tagi, takmarka útbreiðslu þeirra og tjón af þeirra völdum.

Hins vegar leitum við eftir aðila í stöðu sérfræðings við samhæfingu og eftirlit á öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða. 

Póst- og fjarskiptastofnun hefur eftirlit með net- og upplýsingaöryggi fjarskiptafyrirtækja, stafrænna grunnvirkja og veitenda stafrænnar þjónustu í samræmi við fjarskiptalög og ný lög um öryggi net- og upplýsingakerfa mikilvægra innviða (NIS-laga). Þá gegnir stofnunin ráðgefandi samhæfingarhlutverki gagnvart eftirlitsstjórnvöldum í því skyni að stuðla að samræmdri framkvæmd eftirlits.

Við hvetjum jafnt konur sem karla til að sækja um störf hjá stofnuninni.

Nánari upplýsingar um störfin er að finna á vef PFS og sótt er um störfin í gegnum Starfatorg.is

 

 

Til baka