Hoppa yfir valmynd

Óskað er eftir athugasemdum hagsmunaaðila, ef einhverjar eru, vegna tilkynningar Íslandspósts ohf. um breytingar á gjaldskrá um magnpóst

Tungumál EN
Heim

Óskað er eftir athugasemdum hagsmunaaðila, ef einhverjar eru, vegna tilkynningar Íslandspósts ohf. um breytingar á gjaldskrá um magnpóst

18. maí 2020

Íslandspóstur ohf. hefur um árabil boðið upp á sérstaka afsláttargjaldskrá fyrir magnpóst.
 
Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar nr. 29/2019, er Íslandspóstur skyldugur til að veita alþjónustu um land allt, a.m.k. til 31. desember 2020.
 
Með tilkynningu, dags. 12. maí sl. tilkynnti fyrirtækið um breytingar á þeim afsláttarkjörum sem í gildi hafa verið frá því á árinu 2012 um magnpóst. Áætlar ÍSP að breytingarnar taki gildi þann 1. september 2020.
 
Samkvæmt, 2. mgr. 18. gr. laga um póstþjónustu nr. 98/2019, skal tilkynna um breytingar á verði og skilmálum um magnpóst með að lágmarki 30 daga fyrirvara. Alþjónustuveitandi skal fyrir sömu tímamörk senda Póst- og fjarskiptastofnun fullnægjandi rökstuðning fyrir þeim breytingum sem gerðar eru. 
 
Póst- og fjarskiptastofnun er heimilt, sbr. 3. mgr. 18. gr. laganna, að yfirfara útreikninga alþjónustuveitanda og getur stofnunin eftir atvikum kveðið á um breytingar á tilkynntu verði ef útreikningar alþjónustuveitanda eru ekki réttir eða gefa ekki tilefni til þeirrar hækkunar sem tilkynnt var. Einnig er sérstaklega tiltekið að stofnuninni sé heimilt að samþykkja og/eða synja beiðni um gjaldskrárbreytingu að hluta eða í heild og að hún hafi 30 virka daga til að bregðast við tilkynningum um breytingu á gjaldskrá.
 
Með tilkynningu ÍSP fylgdi með rökstuðningur félagsins fyrir breytingunum. Eins og vikið er að hér að ofan áskilja lög um póstþjónustu, að fullnægjandi rökstuðningur skuli fylgja öllum breytingum á gjaldskrá innan alþjónustu. Hvað telst fullnægjandi rökstuðningur hlýtur að ráðast af eðli þeirra breytinga sem verið er að gera á viðkomandi gjaldskrá og/eða skilmálum. 
 
Hér með er því óskað eftir athugasemdum og/eða ábendingum mögulegra hagsmunaaðila vegna þeirra breytinga sem ÍSP hefur nú tilkynnt um á gjaldskrá/skilmálum vegna magnpósts. Þess er óskað að athugasemdirnar, ef einhverjar eru, hafi borist stofnuninni fyrir 3. júní 2020. Rétt er að geta þess að stofnunin lítur ekki svo á að málsmeðferð allri eigi að vera lokið fyrir hið 30 daga tímamark, sem tilgreint er í lögunum. Heldur er um að ræða frest sem stofnunni er settur til að kalla eftir frekari skýringum varðandi hinnar tilkynntu breytingar. Með hliðsjón af þessum tímamörkum mun ekki verða hægt að verða við beiðnum um framlengingu á fresti til að skila athugasemdum. 

Tilkynning ÍSP til PFS vegna breytinga á viðbótarafsláttum 12.05.2020

Greinargerð ÍSP með tilkynningu til PFS


 

Til baka