Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun og fjarskiptafélög landsins áttu sinn vikulega fjarfund í gær,  16. apríl 2020

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun og fjarskiptafélög landsins áttu sinn vikulega fjarfund í gær,  16. apríl 2020

17. apríl 2020

PFS og fjarskiptafélög landsins áttu sinn vikulega fjarfund í gær, 16apríl 2020.  

 

Áfram er rekstur fjarskiptakerfa á landsvísu stöðugur með þeim aðgerðum sem gripið var til í upphafi þessa ástands og gengur vel, eitt smit hefur greinst hjá starfsmanni en viðkomandi var í sóttkví og hefur því ekki áhrif á starfsemi viðkomandi fjarskiptafélags. Sömuleiðis er umferð og álag stöðugt með þeirri aukningu sem orðið hefur. Staða aðfanga er óbreytt. 

Engar stærri breytingar hafa enn verið ákveðnar varðandi skipulag og aðgerðir vegna breytinga sem verða 4. maí en umræða er hafin hjá flestum aðilum. 

 

PFS og fjarskiptafélögin munu næst funda 27. apríl og aukafundir verða settir á eftir þörfum. 

Til baka