Hoppa yfir valmynd

Fjarskiptakerfin standa áfram vel undir auknu álagi og umferð

Tungumál EN
Heim

Fjarskiptakerfin standa áfram vel undir auknu álagi og umferð

3. apríl 2020

Póst- og fjarskiptastofnun ásamt fjarskiptafélögum landsins héldu vikulegan fjarfund 2. apríl 2020.  

Engin breyting hefur orðið á þeirri aukningu sem þegar var komin fram í síðustu viku og fjarskiptakerfin anna því áfram auknu álagi og hafa umfram afkastagetu. Rekstur gengur vel með því skipulagi og fjarvinnu sem sett var upp í upphafi og staða aðfanga og varahluta er góð.  

Ekkert fjarskiptafélaganna hefur sótt um undanþágu frá samkomubanni eða sóttkví og ekki er fyrirsjáanleg ástæða til þess eins og staðan er í dag.  

Samstarf á þessum vettvangi gengur vel og er til fyrirmyndar, þau fáu vandamál sem hafa komið upp hafa verið leyst sársaukalaust. 

PFS og fjarskiptafélögin munu halda áfram með vikulega fjarfundi og aukafundir verða settir á eftir þörfum.

Til baka