Hoppa yfir valmynd

Yfirlit yfir ýmis viðbótargjöld Íslandspósts

Tungumál EN
Heim

Yfirlit yfir ýmis viðbótargjöld Íslandspósts

30. desember 2019

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur birt umfjöllun sína um ýmis viðbótargjöld sem Íslandspóstur ohf. tekur í dag, sem alþjónustuveitandi, fyrir veitta þjónustu. Það er álit PFS að þessi gjaldataka eigi sér annaðhvort stoð í póstlögum og/eða að þau byggi á heimild í Alþjóðapóstsamningnum (UPU convention). Með yfirferð stofnunarinnar er þó ekki verið að taka afstöðu til kostnaðarforsendna einstakra gjalda, enda ekkert fram komið sem gefur PFS tilefni til slíkrar rannsóknar að svo stöddu.

Stefnt er að því að uppfæra skjalið eftir því sem ástæða er til sem og bæta mögulega við umfjöllun um fleiri gjöld. 

Úttekt PFS á viðbótargjöldum ÍSP (pdf)

Til baka