Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS varðandi úttekt á tækjarými Mílu í Öræfasveit

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS varðandi úttekt á tækjarými Mílu í Öræfasveit

18. desember 2019

Póst- og Fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun nr. 28/2019 er varðar úttekt á tækjarými Mílu ehf. á náttúruvásvæði Öræfajökuls

Niðurstaða stofnunarinnar er sú að raunlæg vernd tækjarýmisins er í samræmi við þær öryggisráðstafanir sem að félagið hefur valið sem og lágmarksviðmið 10. gr. reglna nr. 1222/2007 um virkni almennra fjarskiptaneta, sbr. 2. og 3. mgr. 47. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003.  Mílu er þó gert að bregðast við athugasemdum stofnunarinnar sem teljast til frávika, sbr. úttektarskýrslu Póst- og fjarskiptastofnunar, sem er viðauki við ákvörðun ákvörðunina,  innan fjögurra mánaða frá dagsetningu ákvörðunarinnar.

Úttektin var liður í fyrirbyggjandi eftirliti stofnunarinnar með raunlægri vernd fjarskiptainnviða. Áður hefur stofnunin framkvæmt úttektir á öðrum mikilvægum tækjarýmum Mílu, tækjarýmum landtökustaða sæstrengja Farice ehf. og varaafli sendastaða farnetsrekenda á náttúruvásvæðum Kötlu sem og Öræfajökli.

Ákvörðun PFS nr. 28/2019 - Úttekt á hýsingarrrými Mílu

 

 

Til baka