Hoppa yfir valmynd

Niðurstöður úr samráði um farnetsþjónustu og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða 2019-2025

Tungumál EN
Heim

Niðurstöður úr samráði um farnetsþjónustu og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða 2019-2025

4. desember 2019

Í febrúar sl. stofnaði Póst- og Fjarskiptastofnun til samráðs um farnetsþjónustu og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða 2019-2025 í ljósi þess að fjarskipti eru að taka miklum stakkaskiptum. 
Við siglum hraðbyri inn í tímabil internet tengdra tækja (e. Internet of Things; IoT) eða það sem margir kalla fjórðu iðnbyltinguna. Gera má ráð fyrir gríðarlegri fjölgun slíkra tækja á næstu árum og áratugum. 

Fjarskiptanetin munu tengja þessi tæki saman og án öflugra fjarskiptaneta og -þjónustu er hætt við að innleiðing nýrrar þjónustu muni dragast eða verða með takmörkuðum hætti. Internet tengdir hlutir munu áfram aðallega verða tengdir við farnet, í dag eru það 3G og 4G net, en kringum árið 2020 munu 5G netin hefja innreið sína, hugsanlega fyrr.

Markmið samráðsins var að fá umsögn og/eða svör við mörgum þeim spurningum sem svara þarf áður en þessi veruleiki tekur við. Ljóst er að aðaláherslur eru á þær tíðnir sem þörf er á að úthluta á næstu misserum og árum og kom í ljós þörf á að úthluta 3,4 – 3,8 GHz tíðnisviðinu sem allra fyrst enda barst PFS umsókn um tíðni á meðan á samráðinu stóð.

Niðurstöðurnar liggja nú fyrir og eru birtar í samráði við hagsmunaðila.

Niðurstöður úr samráði um farnetsþjónustu og úthlutun tilheyrandi tíðnisviða 2019-2025

Til baka