Hoppa yfir valmynd

Samráð um 100 Gb/s Hraðbraut til gagnavers á Blönduósi

Tungumál EN
Heim

Samráð um 100 Gb/s Hraðbraut til gagnavers á Blönduósi

26. september 2019

Með erindi frá Mílu ehf. (Mílu), dags. 6. september sl., barst Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) beiðni um samþykki stofnunarinnar fyrir nýjum tengistað Hraðbrautarþjónustu Mílu og verði fyrir þá þjónustu. Um er að ræða 100 Gb/s Hraðbrautarsamband við gagnaver á Blönduósi.  

Þar sem undirliggjandi gjaldskrá sem Hraðbrautarsamböndin byggja á er km háð þurfti að taka tillit til meiri vegalengdar til Blönduóss en til fyrirliggjandi tengistaða Hraðbrautarsambanda Mílu. Míla lagði því fram nýja útreikninga á undirliggjandi kostnaði 100 Gb/s Hraðbrautarsambanda og er notast við ígildi til að deila niður kostnaði. Gjaldskránni fyrir 100 Gb/s Hraðbrautarsambönd er skipt í tvo flokka eftir vegalengd, undir 50 km og yfir 100 km. 

PFS hefur yfirfarið útreikninga Mílu á heildsöluverði fyrir 100 Gb/s Hraðbrautir. Niðurstaðan er að verð fyrir 100 Gb/s Hraðbraut til Keflavíkur (undir 50 km) verði 424.404 kr./mán. og að verð fyrir 100 Gb/s Hraðbrautir til gagnavers á Blönduósi (yfir 100 km) verði 848.808 kr./mán. Hækkunin á verði fyrir 100 Gb/s Hraðbraut til Keflavíkur nemur tæpum 4%. Núverandi verð fyrir 100 Gb/s Hraðbrautarsambönd byggja á kostnaði frá árinu 2016 og er hækkunin undir hækkun á byggingavísitölu og vísitölu neysluverðs frá þeim tíma. PFS gerir því ekki athugsemd við þessa hækkun. 

Mánaðarverð fyrir 1 Gb/s og 10 Gb/s Hraðbrautarsambönd munu haldast óbreytt sem og stofngjaldið en munu koma til endurskoðunar með endurskoðun á stofnlínugjaldskrá Mílu sem áætluð er fljótlega.  

Hér með er fjarskiptafyrirtækjum og öðrum hagsmunaaðilum gefinn kostur á að gera athugasemdir vegna þeirra draga sem hér liggja fyrir, sbr. 6. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun. Allar athugasemdir skulu gerðar með greinanlegum hætti þar sem vísað skal í þá liði sem um ræðir. 
 
Frestur til að skila inn umsögnum og athugasemdum er til 10. október nk. Nánari upplýsingar veitir Hulda Ástþórsdóttir, (netfang: hulda(hjá)pfs.is).

Drög að ákvörðun - Gjaldskrá Mílu ehf. fyrir 100 Gb/s hraðbrautarsambönd

Viðauki 1 - vegið meðaltal fjármagnskostnaðar (WACC)

Til baka