Hoppa yfir valmynd

PFS efnir til samráðs um samstarf um uppbyggingu og samnýtingu fjarskiptainnviða með áherslu á 5G

Tungumál EN
Heim

PFS efnir til samráðs um samstarf um uppbyggingu og samnýtingu fjarskiptainnviða með áherslu á 5G

20. september 2019

PFS efnir til samráðs um samstarf um uppbyggingu og samnýtingu fjarskiptainnviða með áherslu á 5G

Samráðsskjalið fjallar um þá samstarfs- og samnýtingarmöguleika sem til staðar eru samkvæmt gildandi fjarskiptalögum og verða áfram í nýju regluverki, auk þess að fjalla sérstaklega um þær nýju samstarfs- og samnýtingarheimildir sem hið nýja regluverk mun hafa upp á að bjóða.
Í samráðsskjalinu er farið yfir núverandi stöðu varðandi möguleika á samstarfi og samnýtingu. Í fjarskiptaregluverkinu í dag er að vinna víðtæk ákvæði sem heimila samstarf og samnýtingu. Jafnframt er að finna samnýtingarákvæði á grundvelli markaðsgreininga og eru þau forsenda samkeppni  á fjarskiptamarkaði í dag. Samnýting fjarskiptainnviða er því afar útbreidd í dag. Hins vegar má e.t.v. gera enn betur.


Nýtt fjarskiptaregluverk Evrópu, sbr. tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins nr. 2018/1972/EB, (Kóðinn), sem fyrirséð er að innleitt verði í íslensk lög innan tíðar, hefur það að einu meginmarkmiði sínu að stuðla að útbreiðslu háhraðaneta jafnt fasta- og farneta. Bætist þetta meginmarkmið við þann tilgang regluverksins að skapa og viðhalda virku samkeppnisumhverfi í fjarskiptum og tryggja notendum aðgengi að fjarskiptaþjónustu á viðráðanlegu verði og fullnægjandi gæðum. 


Markmiðinu um uppbygginu háhraðaneta er ætlað að greiða fyrir hraðri og hagkvæmri uppbyggingu á 5G kerfum í Evrópu, sem verður grunnstoðin fyrir það sem hefur verið nefnt fjórða iðnbyltingin og internet hlutanna (IoT). Sú tækni mun óhjákvæmilega kalla á umtalsverðar fjárfestingar bæði í farnetum og ljósleiðaranetum á komandi árum. 
Enn er margt óljóst varðandi uppbyggingu 5G, viðskipamódel þjónustunnar og hvaða kröfur verða gerðar til útbreiðslu og gæða. Til að ná markmiðum stjórnvalda og regluverksins um að nýta tæknina til hins ýtrasta getur þurft að koma til sameiginlegs átaks markaðsaðila og hins opinbera.  


PFS vekur athygli hagsmunaaðila á þessum tækifærum og leitar sjónarmiða þeirra. 
Frestur til að skila inn umsögnum í samráð þessu er veittur til 10. október 2019.
Tengiliður PFS vegna samráðsins er Óskar Hafliði Ragnarsson, oskarh@pfs.is

Samráðskjal um uppbyggingu og samnýtingu fjarskiptainnviða með áherslu á 5G


 

 

Til baka