Hoppa yfir valmynd

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. á 2600 MHz tíðnisviðinu afturkölluð

Tungumál EN
Heim

Tíðniheimild Yellow Mobile B.V. á 2600 MHz tíðnisviðinu afturkölluð

26. ágúst 2019

Í kjölfar uppboðs á tíðniheimildum til að veita farnetsþjónustu, sem Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hélt í maí 2017, fékk hollenska fjarskiptafyrirtækið Yellow Mobile B.V. úthlutaða tíðniheimild fyrir 2x10 MHz á 2600 MHz tíðnisviðinu. Tíðniheimildin var gefin út þann 7. júlí 2017. Samkvæmt skilmálum tíðniheimildarinnar bar rétthafa að hefja notkun tíðninnar innan 12 mánaða frá útgáfu hennar eða í síðasta lagi 7. júlí 2018. Með „notkun“ var sérstaklega tiltekið að átt væri við að fjarskiptaþjónustan væri virk og stæði almenningi til boða með aðgengilegum hætti í áskrift og/eða frelsisnotkun. 

Ljóst er að nú, rúmum tveimur árum eftir að tíðniheimildinni var úthlutað, hefur Yellow ekki hafið nýtingu hennar. Þ.e.a.s. enn stendur engin fjarskiptaþjónusta neytendum til boða með aðgengilegum hætti samkvæmt skilgreindum þjónustuleiðum. PFS hefur veitt Yellow framlengda fresti til að efna skuldbindingar sínar, en án árangurs. Miðað við framlengda tímafresti og athafnaleysi Yellow við að koma fjarskiptaþjónustunni í framkvæmd telur PFS það fullreynt að félagið muni standa við skuldbindingar sínar. 

Af framangreindum ástæðum hefur tíðniheimild Yellow Mobile B.V. verið afturkölluð samkvæmt ákvörðun PFS nr. 18/2019.   

Til baka