Hoppa yfir valmynd

Nýr heimur fjarskipta - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun efna til kynningarfundar

Tungumál EN
Heim

Nýr heimur fjarskipta - Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið og Póst- og fjarskiptastofnun efna til kynningarfundar

21. ágúst 2019

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti ásamt Póst- og fjarskiptastofnun efna til kynningarfundar um EECC kóðann sem er  nýtt evrópskt fjarskipta-regluverk. Einnig verður fjallað um nýjar leiðir og áfanga í uppbyggingu á 5G netum.

Fyrirlesarar frá Cullen International segja frá helstu nýmælum Kóðans og nýrri nálgun við framkvæmd markaðsgreininga auk þess að fjalla um hlutverk eftirlitsaðila á fjarskiptamarkaði.

Fyrirlesari frá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu mun segja frá undirbúningi að innleiðingu Kóðans í íslensk lög og fyrirlesarar frá Póst- og fjarskiptastofnun segja frá stöðu 5G mála á Íslandi, kynna væntanlegt samráð um tíðniúthlutanir ásamt því að fjalla um möguleika til samstarfs og samnýtingar á innviðum fjarskipta.

Fundurinn er áhugaverður fyrir alla sem hafa áhuga á stöðu og framtíð fjarskipta á Íslandi og er öllum opinn. Aðgangur er ókeypis en þátttakendur eru beðnir að skrá þátttöku á vef PFS.

Minnum þátttakendur á að nýta vistvæna samgöngumáta til og frá viðburðinum.

 

Streymt verður beint frá fundinum á Youtube-rás PFS

 

Dagskrá

13.30    Ávarp Sigurðar Inga Jóhannssonar, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra

13.45    Undirbúningur innleiðingar Kóðans í íslensk lög
              Sigríður Rafnar Pétursdóttir, lögfræðingur, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

13.55    The new European Electronic Communications Code in broad strokes
              Different approach to market analysis and anew set of SMP remedies  
      Veronica Bocarova, Cullen International 

Farið verður yfir helstu nýmæli Kóðans. Sérstök áhersla verður lögð á nýja nálgun við framkvæmd markaðsgreininga og 
kynningu á nýjum tegundum kvaða sem hægt er að leggja á fjarskiptafyrirtæki með umtalsverðan markaðsstyrk. 

14.35 The role of National Regulatory Authorities (NRA) and institutional set-up
          Matej Podbevšek, Cullen international
Fjallað verður um hlutverk eftirlitsaðila á fjarskiptamarkaði og áherslur til aukins sjálfstæðis þeirra, bæði í fjárhagslegum
og faglegum skilningi.    

14.55 Kaffihlé

15.15 Möguleikar til samstarfs og samnýtingar á innviðum
          Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri PFS

Samstarf og samnýting innviða er einn af meginþáttum Kóðans. Farið verður yfir þá möguleika sem nýja regluverkið
býður upp á varðandi samstarf og samnýtingu á innviðum. Kynnt verður samráðsskjal sem PFS mun setja í opið
samráð á næstunni. 
 
15.35 5G, staðan á Íslandi og í Evrópu 
            Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar PFS


16:05     Umræður og spurningar


Fundarstjóri: Ragnhildur Hjaltadóttir, ráðuneytisstjóri í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

Um Cullen International

"Sjálfstæð, hlutlaus og virk í 60 löndum, við hjálpum eftirlitsstofnunum að sjá stærri myndina
að baki reglugerð og samkeppnislögum í fjarskiptageiranum".

Cullen International er sjálfstætt starfandi fyrirtæki sem veitir upplýsingar og þjálfun fyrir eftirlitsstofnanir á fjarskiptamarkaði. Meðal þeirrar þjónustu sem Cullen veitir er áskrift að fréttaskotum
um hvaðeina sem snýr að eftirliti með fjarskiptageiranum, þau framkvæma rannsóknir og kannanir auk þess að bjóða upp á þjálfun, námskeið og ýmsa fræðsluviðburði.

Fyrirlesarar

Sigríður Rafnar Pétursdóttir er lögfræðingur (cand.jur., LL.M.) á skrifstofu rafrænna samskipta í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, áður í efnahags- og viðskiptaráðuneyti og Seðlabanka Íslands. Hún hefur komið að undirbúningi innleiðingar ýmissa EES-gerða hér á landi, s.s. MIFID, PSD, CSDR, NISD og nú nýja fjarskiptapakkans.

Veronica Bocarova starfar á greiningarsviði Cullen International og hefur 18 ára reynslu í sínu fagi með áherslu á eftirlit og stefnumótun er varðar rafræn samskipti jafnt á innanlands- og evrópumörkuðum. Veronica ber ábyrgð á þjálfunarprógrammi Cullen International fyrir fagaðila í fjarskiptaeftirliti og tengdri stefnumótun á alþjóðavísu.
Hún er einn af aðalhöfundum rannsóknar sem unnin var til undirbúnings að tillögu framkvæmdastjórnarinnar að EECC kóðanum, sem laut að innkomu nýrra aðila á markað,
umsjón með fágætum auðlindum og hagnýtingu þeirra. Veronica er með mastersgráðu í alþjóða hagfræði og viðskiptum frá Stockholm School of Economics í Svíþjóð.

Matej Podbevšek hefur starfað á greiningarasviði Cullen International síðan 2014, þar sem hann fylgist sérstaklega með fjarskiptamörkuðum í Bretlandi, Lettlandi og Slóveníu. 
Hann er einnig aðalhöfundur Europe Telecoms Update sem er gefið út mánaðarlega. 
Hann starfaði áður sem aðal greinandi hjá Slóvensku fjarskiptaeftirlitsstofnuninni AKOS ásamt því að vera í eitt átt á slóvensku skrifstofu BEREC í Riga í Lettlandi.
Matej er með mastersgráðu í fjarskiptum og fjarskiptaeftirliti frá Queen Mary háskólanum í London og BA gráðu í lögfræði frá háskólanum í Ljubljana í Slóveníu.

Hrafnkell V. Gíslason Hefur gegnt starfi forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar frá árinu 2002. 
Hann útskrifaðist með BS gráðu í tölvunarfræði frá Háskóla Íslands 1983 og með meistaragráðu í tölvunarfræði frá University of Pittsburgh, USA 1988. 
Hann hefur starfað í um 3 áratugi að upplýsingatækni og fjarskiptamálum, m.a. rak hann um skeið eigið ráðgjafarfyrirtæki, stjórnaði hugbúnaðarframleiðslu og þjónustumálum hjá hugbúnaðarfyrirtæki í 2 ár, starfaði hjá Skýrr (nú Advania) í yfir áratug, síðast sem framkvæmdastjóri þjónustusviðs.

Þorleifur Jónasson er forstöðumaður tæknideildar Póst- og fjarskiptastofnunar og hefur yfir 30 ára reynslu úr heimi fjarskipta og upplýsingartækni, m.a. hjá Ericsson, Tal hf., Vodafone og Actavis Group áður en hann tók við starfi forstöðumanns tæknideildar hjá PFS. 

Smelltu hér til að hlaða niður dagskránni á PDF

 

 

 

Til baka