Hoppa yfir valmynd

Leiðbeiningar um túlkun skilyrða fyrir skráningu fjarskiptafyrirtækja

Tungumál EN
Heim

Leiðbeiningar um túlkun skilyrða fyrir skráningu fjarskiptafyrirtækja

22. júlí 2019

Samkvæmt fjarskiptalögum er fyrirtækjum sem hyggjast hefja fjarskiptaþjónustu eða starfrækslu almenns fjarskiptanets skylt að tilkynna um þá fyrirhuguðu starfsemi til Póst- og fjarskiptastofnunar (PFS). Við skráningu fyrirtækis í skrá PFS um starfandi fjarskiptafyrirtæki öðlast fyrirtækið réttindi og ber skyldur samkvæmt fjarskiptalögum. Skilgreining á umræddum hugtökum, þ.e. fjarskiptaþjónusta og almennt fjarskiptanet marka þannig efnislegt gildissvið fjarskiptalaga.

Af þessu sökum er mikilvægt að fyrir liggi skýr skilningur á inntaki þessara hugtaka og að framkvæmd á skráningu fjarskiptafyrirtækja taki fyllsta tillit til þeirra. PFS hefur nú tekið til endurskoðunar framkvæmd sína hvað þetta varðar. Af því tilefni telur PFS rétt að gefa út leiðbeiningar um túlkun sína á þeim skilyrðum sem þurfa að vera uppfyllt til þess að fyrirtæki geti talist fjarskiptafyrirtæki og fengið skráningu þar að lútandi.  

Sjá leiðbeiningar í PDf skjali

 

Til baka