Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir alþjónustuframlag til handa Íslandspósti

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun samþykkir alþjónustuframlag til handa Íslandspósti

27. maí 2019

Með bréfi, dags. 30. október 2018, sótti Íslandspóstur um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna eftirfarandi þátta:  

 

 Hrein Áhrif  2013     2014 2015   2016   2017  Samtals 
 Hraði og tíðni sendinga        80  65  145
 Erlend bréf  135  225  295  475  510  1.640
 Dreifing í dreifbýli  365  370  375  235  180  1.525
 Sendingar fyrir blinda  5  10  10  10  10  45
 Alls:  505  605  680  800  765  3.355
 Einkaréttur (óefnislegur ávinningur)  -125     -125  -135  -150  -170  -705
 Samtals:  380  480  545  650  595  2.650

 Heimild: Íslandspóstur, tölur í millj. kr. 

 

Með ákvörðun PFS nr. 13/2019 vísaði stofnunin frá, þeim hluta, að umsókn félagsins sem tók til eftirfarandi liða: 

  • Hraði og tíðni sendinga

  • Dreifing í dreifbýli

  • Sendingar fyrir blinda 

Með ákvörðun PFS nr. 14/2019 hefur stofnunin fallist á umsókn félagsins varðandi erlendar póstsendingar. Vísar stofnunin m.a. til þess að Íslandspósti sé skylt að sinna alþjóðlegum skuldbindingum Íslands vegna aðildar ríkisins að UPU, sem og til 6. gr. laga um póstþjónustu og rekstrarleyfis fyrirtækisins.   

Niðurstaða stofnunarinnar er að ófjármögnuð byrði ÍSP vegna erlendra sendinga sé 1.463 millj. kr. á tímabilinu 30. október 2014 til 31. desember 2018 eða sem nemur 350 millj. kr. að meðaltali á ári, sem jöfnunarsjóði alþjónustu er heimilt að greiða. Hafi þá verið tekið tillit til fyrningar krafna frá árunum 2013-2014 og að viðbættu árinu 2018. Jafnframt hafi krafa félagsins verið lækkuð vegna banns 1. mgr. 27. gr. þess efnis að ekki sé heimilt að sækja um framlag vegna alþjónustu vegna þjónustu sem heyrir undir einkarétt, en dreifing á póstsendingum erlendis frá undir 50 gr. falla undir einkarétt félagsins. 

Miðað við þessar forsendur er ófjármagnað tap ÍSP vegna erlendra sendinga á árunum 2013-2018 1.463 milljónir króna sem sundurliðast með eftirfarandi hætti: 

 

Heimild: Íslandspóstur/PFS, tölur í millj. kr. 

*Kröfur frá 30. okt. 2014 og eldri eru fyrndar. 

 

Í 28. gr. laga um póstþjónustu er gert ráð fyrir því að til sé jöfnunarsjóður sem greiði fyrir alþjónustukostnað alþjónustuveitanda. Til að standa straum af mögulegum framlögum úr sjóðnum skal innheimta jöfnunargjald sem lagt er á rekstrarleyfishafa í hlutfalli við bókfærða veltu. Engin slíkur sjóður er hins vegar til í dag. Í 3. mgr. 28. gr. laganna er jafnframt gert ráð fyrir að Póst- og fjarskiptastofnun leggi fyrir ráðherra tillögu að álagningarprósentu jöfnunargjalds. Í ákvörðuninni bendir stofnunin hins vegar á að við skoðun á jöfnunargjaldsleiðinni verði, að mati PFS, að horfa til þess að ÍSP myndi greiða meginhluta gjaldsins og að eftirstöðvarnar mundu falla á aðra markaðsaðila. Jöfnunargjaldsleiðin myndi því í reynd ekki leysa þann vanda sem upp er kominn í rekstri fyrirtækisins sem tengist hinum erlendu póstsendingum og án efa valda öðrum markaðsaðilum verulegum vandræðum. Í því samhengi megi einnig benda á að í frumvarpi til nýrra laga um póstþjónustu, sem nú liggur fyrir Alþingi, sé jöfnunarsjóður lagður niður og þess í stað kveðið á um að kostnaður vegna alþjónustu muni verða greiddur úr ríkissjóði, sbr. 6. mgr. 12. gr. frumvarpsins. 

Til baka