Hoppa yfir valmynd

Umsókn Íslandspósts um alþjónustuframlag vísað frá að hluta

Tungumál EN
Heim

Umsókn Íslandspósts um alþjónustuframlag vísað frá að hluta

24. maí 2019

Með bréfi, dags. 30. október 2018, sótti Íslandspóstur ohf. (hér eftir ÍSP) um framlag úr jöfnunarsjóði vegna ófjármagnaðs kostnaðar við alþjónustu á tímabilinu 2013 til 2017. 

 

 

 

 

Nánar tiltekið tók umsókn félagsins til eftirfarandi þátta:   

 Hrein áhrif  2013     2014 2015   2016   2017  Samtals 
 Hraði og tíðni sendinga        80  65  145
 Erlend bréf  135  225  295  475  510  1.640
 Dreifing í dreifbýli  365  370  375  235  180  1.525
 Sendingar fyrir blinda  5  10  10  10  10  45
 Alls:  505  605  680  800  765  3.355
 Einkaréttur (óefnislegur ávinningur)  -125     -125  -135  -150  -170  -705
 Samtals:  380  480  545  650  595  2.650

 Heimild: Íslandspóstur, tölur í millj. kr. 

Með ákvörðun PFS nr. 13/2019 hefur stofnunin nú vísað frá, að hluta, umsókn félagsins.   Nánar tiltekið er um eftirfarandi liði að ræða: 

  • Hraði og tíðni sendinga 
  • Dreifing í dreifbýli 
  • Sendingar fyrir blinda 

Í niðurstöðu stofnunarinnar segir m.a. að kostnaður vegna þessara liða hafi verið innifalinn í gjaldskrá félagsins innan einkaréttar og hafi það m.a. komið fram í yfirferð PFS á bókhaldslegum aðskilnaði félagsins, við samþykki á gjaldskrá innan einkaréttar sem og í tengslum við breytingar á þjónustuframboði félagsins.  

Jafnframt var vísað til þess að ef fallist yrði á heildarkröfu félagsins á framangreindu tímabili væri verið að bæta fyrirtækinu tjón sem væri langt umfram það sem gæti talist eðlilegt endurgjald í skilningi 1. mgr. 27. gr. laga um póstþjónustu.   

Einnig hafi samanburður á niðurstöðu PFS í ákvörðun stofnunarinnar nr. 17/2015. Úttekt Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands sem unnin var fyrir samgöngu- og sveitastjórnar ráðuneytið (áður innanríkisráðuneytið), dagsett í júní 2017 og úttekt Copenhagen Economics fyrir ÍSP, dags. 22. mars 2018, sem umsókn félagsins hvílir á, leitt í ljós að niðurstöður þeirra eru um margt sambærilegar hvað varðar „hefðbundna“ alþjónustubyrði (þ.e. án erlendra sendinga).   

Í ljósi þess að ÍSP hefði ekki sýnt fram á neinar forsendubreytingar varðandi útreikning á alþjónustubyrði um framangreinda þætti væri í reynd verið að óska eftir því að PFS myndi taka nýja ákvörðun á sama grundvelli og fyrri ákvörðun hennar byggði á. Leiddi það til frávísunar á umsókn ÍSP varðandi þennan hluta málsins.  

Stofnunin tiltók hins vegar í ákvörðuninni að hún myndi taka til meðferðar umsókn félagsins um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna erlendra póstsendinga í sérstöku máli. Niðurstaða stofnunarinnar í þeim þætti málsins mun verða birt fljótlega eftir helgi.   

 

Til baka