Hoppa yfir valmynd

Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun nr. 12/2019 í kvörtunarmáli Sýnar hf. gegn Mílu ehf.

Tungumál EN
Heim

Póst- og fjarskiptastofnun hefur tekið ákvörðun nr. 12/2019 í kvörtunarmáli Sýnar hf. gegn Mílu ehf.

8. maí 2019

Í desember 2017 viðhafði Kópavogsbær útboð fyrir uppbyggingu á ljósleiðaratenginum fyrir sveitarfélagið. Útboðið skiptist í nokkra hluta en fól í sér að Kópavogsbær myndi eignast eigið lokað burðarnet að sjö ára samningstíma liðnum. Þá var var kveðið á um heimild til samningsgerðar fyrir þjónustu við netin næstu 30 árin að samningstímanum loknum. Bjóðendum var heimilt að gera tilboð í einn eða fleiri tengda hluta og gerði Míla tilboð í tvo liði, þ.e. burðarnet stærri stofnana og burðarnet kjarna. Gekk Kópavogsbær til samninga við Mílu. Við uppbyggingu á neti Kópavogsbæjar nýtti Míla hluta af fyrirliggjandi innviðum sínum.

Sýn lagði fram kvörtun til PFS og taldi að Míla hefði gerst brotleg við kvaðir sem hvíla á félaginu á grundvelli ákvarðana stofnunarinnar nr. 8/2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir lúkningarhluta leigulína (markaður 6) og nr. 21/2015 m útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína (fyrrum markaður 14). Þá var jafnframt vísað með almennari hætti til ákvörðunar stofnunarinnar nr. 21/2014 um útnefningu fyrirtækis með umtalsverðan markaðsstyrk og álagningu kvaða á mörkuðum fyrir heildsöluaðgang að föstum aðgangsnetum (M4) og breiðbandsaðgang í heildsölu (M5). Nánar tiltekið taldi Sýn hf. að Míla hefði brotið gegn hluta aðgangskvaðar, þ.e. um að birta ekki lista yfir fyrirhugaðar jarðvegs- og lagnaframkvæmdri, og brotið gegn öðrum kvöðum sem á félaginu hvíla með því að m.a. gæta ekki jafnræðis og gagnsæis gagnvart öðrum fjarskiptafélögum.

Það er niðurstaða PFS að ráðstöfun Mílu á eigin innviðum til uppbyggingar á fjarskiptaneti fyrir Kópavogsbæ, og möguleg viðhaldsþjónusta af hálfu Mílu, falla ekki undir þá aðgangskvöð sem hvílir á félaginu í skilningi framangreindra ákvarðana stofnunarinnar. Byggir sú niðurstaða fyrst og fremst á því að ekki er fyrirséð að net Kópavogsbæjar verði opið fyrir aðgang annarra aðila, þ.e. hvorki í heildsölu- né smásölustigi. Netið mun því ekki hafa áhrif á heildsölu- eða smásölumarkaði á sviði fjarskipta sem að er forsenda fyrir setningu kvaða á fyrirtæki sem skilgreint hefur verið með umtalsverðan markaðsstyrk. Þar sem aðrar kvaðir eru settar til að framfylgja aðgangskvöðinni er ljóst að þær komu ekki til skoðunar í málinu. Þá taldi stofnunin að þær jarðvegs- og lagnaframkvæmdir sem Míla fór í við uppbygginu netsins teljist sjálfstæð framkvæmd sem farið er í á forsendum annars aðila og kostuð af honum. 

Kvörtun Sýnar hf. vegna ráðstöfunar Mílu ehf. á fjarskiptainnviðum félagsins með þátttöku þess í útboði Kópavogsbæjar.

 

 

Til baka