Hoppa yfir valmynd

PFS samþykkir gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum

Tungumál EN
Heim

PFS samþykkir gjaldskrár Mílu á þremur heildsölumörkuðum

16. apríl 2019

Í dag birtir Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) fjórar ákvarðanir varðandi gjaldskrár Mílu á heildsölumörkuðum nr. 4/2008, 5/2008 og 6/2008. Nánar tiltekið eru það eftirfarandi ákvarðanir: 

Ákvörðun nr. 8/2019: Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir koparheimtaugar. 

Ákvörðun nr. 9/2019: Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir bitastraumsaðgang.

Viðauki I - Heildsölugjaldskrá fyrir bitastraumsaðgang

Ákvörðun nr. 10/2019: Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir lúkningarhluta leigulína. 

Viðauki I - Heildsölugjaldskrá fyrir lúkningarhluta leigulína

Ákvörðun nr. 11/2019: Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir ljóslínur í götuskápa og ljóslínur í aðgangsneti. 

Með þessum ákvörðunum samþykkir PFS kostnaðargreiningar Mílu með þeim breytingum sem gerðar voru við meðferð greininganna hjá stofnuninni.  

Um er að ræða uppfærslu á kostnaðarlíkönum Mílu með gögnum úr rekstri Mílu frá árinu 2017 í samræmi við ákvarðanir PFS nr. 5/2017, 6/2017, 7/2017 og 24/2017.  

Helstu breytingarnar sem þessar ákvarðanir munu hafa í för með sér eru að mánaðarverð fyrir aðgang að koparheimtaugum mun hækka úr 1.406 í 1.558 kr., mánaðarverð fyrir ADSL/VDSL á aðgangsleið 1 hækkar úr 691 í 725 kr. og úr 1.205 í 1.239 kr. á aðgangsleið 3. Þá hækka mánaðarverð fyrir koparleigulínur í aðgangsneti að meðaltali um 8%, en hækkun á mánaðarverði fyrir ljóslínur í aðgangsneti er eingöngu um 0,4%.  

Gjaldskrárnar munu allar gilda frá og með 1. júní 2019.  

Á tímabilinu 21. desember til 23. janúar sl. fór fram innanlandssamráð um umræddar breytingar á gjaldskrám Mílu. Engar athugasemdir bárust í samráðinu. Þá voru drög að ofangreindum ákvörðunum send Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) og öðrum eftirlitsstofnunum á EES-svæðinu til samráðs þann 11. mars sl. Álit ESA barst þann 10. apríl sl. og gerði stofnunin ekki athugasemdir við ákvörðunardrög PFS.

Álit ESA fylgir í viðauka við ofangreindar ákvarðanir

Til baka