Hoppa yfir valmynd

Skriflegt (rafrænt) samþykki rétthafa skilyrði fyrir þjónustuflutningi

Tungumál EN
Heim

Skriflegt (rafrænt) samþykki rétthafa skilyrði fyrir þjónustuflutningi

27. febrúar 2019

Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) hefur nú birt ákvörðun sína nr. 1/2019 um þjónustuflutninga Nova án fullnægjandi heimildar. Ákvörðunin fjallar um fimm kvartanir frá neytendum sem að bárust stofnuninni en þær vörðuðu allar ósamþykktan þjónustuflutning til Nova í kjölfar símtals við fulltrúa félagsins.  

Nova hafði verið með í gangi lukkuleik þar sem að þátttakendur leiksins áttu kost á því að fá ýmsa vinninga, m.a. fría tímabundna notkun í nokkra mánuði, en við þátttöku skráðu þátttakendur nafn sitt og símanúmer. Nova hafði síðan samband við þátttakendur og þjónustuflutningur var gerður í kjölfarið.  

Við númera- og þjónustuflutning milli fjarskiptafyrirtækja gildir 11. gr. reglna nr. 617/2010 um númera- og þjónustuflutning í almennum fjarskiptanetum en þar er kveðið á um að fjarskiptafyrirtæki sé aðeins heimilt að hefja ferli við númera- og þjónustuflutning þegar skriflegt eða rafrænt samþykki rétthafa númers/tengingar liggur fyrir. Slíkt samþykki má veita með tölvupósti eða smáskilaboðum úr símanúmeri rétthafa sem óskar flutnings. 

Að mati PFS sýndi Nova ekki fram á að slíkt sannanlegt samþykki hafi verið fyrir hendi í viðkomandi kvörtunarmálum og því var það niðurstaða stofnunarinnar að félagið hafi brotið gegn fyrrgreindu ákvæði með því að hefja ferli við númera- og þjónustuflutning þegar skriflegt eða rafrænt samþykki rétthafa lá ekki fyrir.  

Þess skal getið að Nova hefur þegar tilkynnt til PFS að félagið hafi gert viðeigandi ráðstafanir til að bæta úr verklagi sínu við þjónustuflutninga svo að það samræmist reglum nr. 617/2010 um númera- og þjónustuflutning. 

Ákvörðunina má sjá hér:
Ákvörðun nr. 1/2019 (pdf)

Til baka