Hoppa yfir valmynd

Ákvörðun PFS nr. 25/2018 er varðar umsókn Mílu ehf. um framlag úr jöfnunarsjóði vegna alþjónustu

Tungumál EN
Heim

Ákvörðun PFS nr. 25/2018 er varðar umsókn Mílu ehf. um framlag úr jöfnunarsjóði vegna alþjónustu

15. febrúar 2019

Með ákvörðun PFS nr. 8/2017, vísaði PFS umsókn Mílu, dags. 14. október 2016,  um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu frá. Míla hafði farið fram á framlag úr sjóðnum upp á tæplega 292 millj. kr. Ástæða frávísunarinnar var að stofnunin taldi að hún hafi með ákvörðun sinni nr. 29/2013 tekið formlega og efnislega afstöðu til þess að líta bæri á Mílu og Símann sem eina efnahagslega einingu með tilliti til umsóknar um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu.

Í framhaldinu óskaði Míla eftir leiðbeiningum frá stofnuninni um hvernig umsókn þyrfti að vera úr garði gerð til að mögulegt væri að komast að efnisúrlausn málsins. PFS sendi umbeðnar leiðbeiningar með tölvupósti þann 7. mars 2018. Þar var m.a. kveðið á um hvernig ætti að finna hvort um neikvæða afkomu væri að ræða á einstökum símstöðvarsvæðum sem og hvernig líta bæri á þjónustuna yfir tenginguna, hvort þjónusta hefði verið veitt án alþjónustuskyldu, ásamt því hvernig reikna skyldi markaðshag.


Míla uppfærði í framhaldinu umsókn félagsins, eins og nánar er gert grein fyrir í ákvörðun stofnunarinnar. Niðurstaða Mílu eftir að tekið hafði verið tillit til útreikninga Símans var að fyrirtækið hafi á árinu 2017 rekið 103 símstöðvar með tapi ef miðað er við aðferðarfræði um nettókostnað.

Í ákvörðun PFS er hins vegar miðað við að alls séu um að ræða 97 símstöðvar þar sem telja verður að Míla myndi langlíklegast loka fyrir aðgang ef ekki væri fyrir hendi kvöð um að útvega tengingar undir merkjum alþjónustu.

Niðurstaða PFS var að tap Mílu af því að útvega tenginu við almenna talsímanetið í gegnum umræddar símstöðvar á árinu 2017 hafi verið eftirfarandi:

Beinn nettókostnaður 121.036.950 kr.
-Markaðsávinningur -52.289.967 kr.
=Nettókostnaður   66.746.983 kr.

Mat á því hvort að tapið sé ósanngjörn byrði á Mílu verður tekið fyrir í sérstakri ákvörðun.

Ákvörðun PFS nr. 25/2018 - Umsókn Mílu ehf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu

Viðauki I - Útreikningar Símans

Viðauki II - Listi yfir símstöðvar ásamt útreikningum á nettókostnaði

Viðauki III - Yfirlit yfir excelskjöl

Til baka