Hoppa yfir valmynd

Samráð við ESA um gjaldskrá Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

Tungumál EN
Heim

Samráð við ESA um gjaldskrá Mílu á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

16. apríl 2018

Í dag sendi Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) drög að ákvörðun varðandi endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir stofnlínuhluta leigulína til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA).

Samkvæmt ákvörðunardrögunum hyggst PFS samþykkja kostnaðargreiningu Mílu með þeim breytingum sem gerðar voru við meðferð greiningarinnar hjá stofnuninni.

Kostnaðargreiningu Mílu er skipt niður í helstu þjónustur Mílu á þessum markaði, þ.e. Ethernetþjónustu (á landshring og utan landshring), Hraðbrautir og aðrar leigulínur í Stofnneti. Þá hyggst Míla bjóða nýja þjónustu með Ethernetþjónustunni svokallað Sync-Ethernet. Misjafnt er eftir þjónustuleiðum hvort verðin í gjaldskrá hækka eða lækka en drög að nýrri gjaldskrá má finna í viðauka I við ákvörðunardrögin.

Á tímabilinu 14. febrúar til 14. mars sl. fór fram innanlandssamráð um niðurstöðu kostnaðargreiningar Mílu á þessum markaði. Engar efnislegar athugasemdir bárust í samráðinu.

Ákvörðunardrögin eru nú send til ESA og annarra eftirlitsstofnana á EES-svæðinu til samráðs í dag með vísan til 7. gr. laga nr. 69/2003 um Póst- og fjarskiptastofnun og 7. gr. rammatilskipunar ESB nr. 2002/21/EB. Umræddir aðilar hafa einn mánuð til að setja fram athugasemdir við ákvörðunardrögin. Eftir það getur PFS formlega tekið ákvörðun nema fram komi óskir frá ESA um að PFS dragi ákvörðunardrögin til baka. Ekki er gert ráð fyrir því að innlendir hagsmunaaðilar geri athugasemdir við ákvörðunardrögin að þessu sinni.

Eftirfarandi drög að ákvörðun PFS voru send ESA:

Á íslensku:

Frumdrög að ákvörðun - Endurskoðun á heildsölugjaldskrá Mílu fyrir stofnlínuhluta leigulína (áður markaður 14)

Viðauki I - Gjaldskrá á heildsölumarkaði fyrir stofnlínuhluta leigulína

Á ensku:

Draft Decision - Review of the Míla wholesale tariff for trunk segments of leased lines (previously Market 14)

Appendix I - Wholesale tariff for the trunk segment of leased lines

 

 

Til baka